Skip to main content
FundargerðirStjórn

18. Stjórnarfundur 2017

By 17. febrúar, 2017mars 16th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 17. febrúar 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:00.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17:10

1. Samþykkt fundargerða 12, 16 og 17

Fundargerðir samþykktar.

2. Stjórn skiptir með sér embættum

ÁBB skipaður varaformaður.

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skipuð ritari símleiðis.

3. Tillögur lagabreytinganefndar

Stjórn mun leggja fram tillögur lagabreytinganefndar óbreyttar og mun undirbúa þær til framsetningar.

Ákveðið að kynna almenn fundarsköp fyrir aðalfund.

4. Pistill Álfs af HIV-námskeiði

Álfur kynnti ferð sína til ILGA – Europe á HIV-námskeið.

5. Pistill af Samtakamætti

Skipulagsmál Samtakamáttarins verða yfirfarin með sjálfboðaliðum á morgun, laugardaginn 18. febrúar. Stjórn telur fundinn almennt hafa gengið vel.

6. Skipulag félagsfundar

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar. Á dagskrá eru kynning og umræður um lagabreytingarillögur og erindi Íslenskrar Erfðagreiningar til undirbúnings fyrir aðalfund.

7. Skipulag aðalfundar

Stefnt er að því að halda aðalfund í húsnæði S’78, Suðurgötu 3, en SR mun skoða aðra sali. MHG og HBB munu finna hæfan fundarstjóra og fundarritara. HBB mun í samráði við kjörnefnd ganga úr skugga um að frambjóðendur séu gildir félagar áður en aðalfundur hefst.

8. Ársskýrsla og ársreikningar – undirbúningur

MHG leiðir skrif ársskýrslu en vinnunni verður dreift á þá aðila sem eru í forsvari fyrir hvern kafla. Frekari umræða verður á Facebook. BT ber ábyrgð á gerð ársreiknings, með EP innan handar.

9. Ákvarðanir varðandi veislusal, uppgjör og innkaup

Tökum saman starfslýsingu og ákvarða tímafjölda fyrir húsvörð og metum laun fyrir þá vinnu. (GSV og Fríða, ásamt HBB)

10. Hvernig reiknast vinnuframlag starfsfólks í utanlandsferðum?

ÁBB athugar hjá stéttarfélögum en lið annars frestað.

Fundi slitið: 18:10

Leave a Reply