Skip to main content
FundargerðirStjórn

18. stjórnarfundur 2024

By 3. desember, 2024desember 19th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Kristmundur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:40.

1. Samþykkt fundargerðar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar er samþykkt af stjórn.

2. Kosningar
Stjórn ræðir nýafstaðnar þingkosningar og nýja þingmenn.

3. Húsnæðismál
Kári fer stuttlega yfir stöðuna í húsnæðismálum.

4. Jólagjafir starfsfólks
Stjórn ræðir hugmyndir að jólagjöfum starfsfólks og verktaka.

5. Notkun á merki Samtakanna ‘78
Stjórn ræðir notkun fyrirtækja og félaga sem eru í samstarfi við Samtökin á merki þeirra í kynningarefni. Kári tekur málið til nánari skoðunar.

6. Heimsókn frá Eistlandi
Í heimsókn nýverið kom hópur fólks frá tveimur eistneskum stofnunum sem vinna að ungmenna- og jafnréttismálum þar í landi. Kári fer yfir afrakstur heimsóknarinnar og fyrirhugað framhald verkefnisins, heimsókn Íslendinga til Eistlands.

7. Fagráð, endurskoðun og eftirfylgni
Fagráð Samtakanna ’78 kom saman nýverið, unnið er að endurskoðun á aðgerðaráætlun og hlutverki fagráðs. Verður afrakstur þeirrar vinnu kynntur stjórn síðar.

8. Félagsmiðstöð
Stjórn ræðir mál tengt hinsegin félagsmiðstöð.

9. Jólagleði
Undirbúningur að jólagleði stendur yfir. Stjórn ræðir.

10. Önnur mál
Hýrasta jólatré Samtakanna ‘78 sló í gegn og hundrað jólatré seldust upp á sólarhring. Stjórn hvetur til að verkefnið verði endurtekið að ári og í stærra upplagi.

Fundi slitið: 16:35.