Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

18. stjórnarfundur S78 17. desember 2012

By 9. janúar, 2013mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga), Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Haukur Árni Hjartarson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Svavar Gunnar Jónsson boðaði forföll.

Fundur settur 17:56

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir boðin velkomin í stjórn
    Silla formlega boðin velkomin í stjórn þar sem hún tekur sæti Uglu Stefaníu sem vék úr stjórn eftir að hafa tekið við fræðslustarfi S78.
  3. Kynning á fyrstu drögum að verklagsreglum v/Mannréttindaviðurkenningu S78 (Samkvæmt samþykkt 15.fundar stjórnar þann 31.okt síðastliðinn)
    Lagt til að setja á laggirnar þriggja manna nefnd sem helst yrði kosin á aðalfundi, annars að stjórn skipi hana.
    Hlutverk yrði að óska eftir tilnefningum frá félögum í þá þrjá flokka sem nú þegar eru.
    Tilnefningum þarf að fylgja skilmerkileg greinagerð sem rökstyður af hverju viðkomandi er tilnefndur. Nefndin færi svo í gegnum listann og hreinsaði út þá sem ekki eiga heima þar inni. Stjórn og trúnaðarráð mun svo kjósa um þá sem rata á lista nefndarinnar.
    Spurning um hvort í nefndinni sé fólk úr stjórn/trúnaðarráði eða hvort það skipti nokkru máli.
    Siggi og Silla auk Gunna taka boltann aftur, fínpússa og leggja svo aftur fyrir stjórn 23.janúar eða á öðrum fundi í janúar.
  4. Yfirferð á Bingóinu
    Gekk bara nokkuð vel. Fyrstu tölur á innkomu eru 556.000 kr en þá er eftir að draga frá útgjöld.
    Föstudagar virðast virka vel. Fríða byrjuð að gera smá verklagsreglur sem eru eins og er inni á Dropboxinu undir Bingó. Aðrir mega endilega koma með punkta og athugasemdir sem gott er að hafa í huga.
  5. Jóla-/áramótaball – Staðan
    28.des – Kjallarinn/Vínsmakkarinn.
    Selt á opnum húsum í regnbogasal auk þess á opnunartíma skrifstofu. Einnig verður selt í Kjallaranum. Við sjáum um miðasölu í hurð. Kjallarinn sér um að redda öllu öðru.
  6. Önnur mál
  • Sendum út boðskort á sjálfboðaliða í bréfpósti vegna hlaðborðs 12. janúar.
  • Mummi hendir inn lista á facebook.
  • Franska sendiráðið óskar eftir skýrslu um stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árni er að vinna hana og sendir svo á sendiráðið.
  • Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs. Barinn verður þó opinn 27.des milli 20 og 23 auk bókasafns. Fríða stendur þá vakt. Hægt verður að kaupa miða á ballið þá.
  • Fánaborgin okkar er ekki alveg að skila árangri eins og hún er þ.e. með 2 regnbogafánum og 2 félagsfánum. Prufa aftur að setja 4 regnbogafána í staðin. Pink Iceland og hinsegin dagar vilja gefa okkur fána til að hengja út. Mummi kann tæknina og er með mestu reynsluna á að setja þá upp og því setja hann í málið.
  • Allir eru sammála um að félagsgjöld haldist óbreytt og senda þurfi greiðsluseðla sem birtast í heimabanka fyrir áramótin eða amk mjög fljótlega í janúar. Árni Grétar talar við Pétur Óla.
  • Hinsegin kórinn – Árni ræddi við kórinn og er hann ekki tilbúin að syngja frítt.
  • Umræður um framtíð kórsins í húsnæði S78 munu verða teknar upp fljótlega eftir áramót. Þau eru jafnvel að hugsa um annað húsnæði en ekkert farin að ræða það af alvöru. Ef þau verða áfram hjá okkur þyrftum við helst að gera einhvern smá samning við þau.

Fundi slitið 18:20
Næsti fundur miðvikudaginn 9. jan 17:30
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply