Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, varaformaður. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi, í gegnum Skype. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi.
Þann 28. febrúar 2017 var haldinn fundur á Stofunni, Aðalstræti.
Fundargerð ritaði Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
Fundur settur 19:19
1.Samþykkja fundargerð síðasta fundar
Fundargerð er samþykkt
2.Útleiga á sal – Aldurstakmark
Aldurstakmark á útleigu á Regnbogasal skal vera 18 ára. Aldurstakmarkið er samþykkt einróma og einnig að bæta við aldurstakmarkinu í leigusamninginn.
3.Lögboðinn fundur stjórnar og trúnaðarráðs
MHG stingur upp á að seinasti sameiginlegi fundur stjórnar og trúnaðarráðs fyrir aðalfund verði með öðruvísi sniði. Lagt er til að keypt verði einhversskonar aðföng fyrir fundinn og að hann sé fremur þægilegur í sniðum.
4.Samantekt frá Möltu
MHG biður um að fá að fresta samantektinni þar til að Helga framkvæmdarstýra (hér eftir HBB) geti setið fund líka og tekið þátt. Annars var ferðin afar góð og náðu HBB og MHG að mynda ýmis tengsl og læra mikið. HBB ætlar að skrifa skýrslu um ferðina. KA leggur til að þessu máli sé frestað og að samantekt um Búkarest sé tekin á sama tíma.
5.Álag á laun starfsmanna í utanlandsferðum
Spurningar höfðu vaknað um álag á laun starfsmanna félagsins í utanlandsferðum á vegum ‘78. Ákvæði í kjarasamningum varðandi álagið voru yfirfarin og útlögðfyrir þá semsátu fundinn. Ekkert athugunarvert kom fram.
6.Starfslýsing húsvarðar
Lýsing á störfum húsvarðar er fínpússuð. Lýsingin nær yfir mánaðarleg verk og almennar skyldur húsvarðar Suðurgötunnar.
Starfslýsingin er samþykkt.
7.Aðgengi að gögnum á Borgarskjalasafni
Fulltrúi Borgaskjalasafnsins hafði samband við SR og bar upp fyrirspurn frá Sigurði Erni Guðbjörnssyni um aðgang að ljósmyndum Samtakanna ‘78. Stjórn sammælist um það að myndir af kröfu- og gleðigöngum og öðrum opinberum viðburðum skulu vera opinberar. Myndefni innan úr húsnæði Samtakanna ‘78 skal ekki vera opið. Ef einhver vafi leikur á hvort myndefnið sé af viðburði á almennum vettvangi eða ekki, þá skal myndefnið ekki vera opið.
8.Erindi og stefnuskrá frá Andrými
Stjórn skal kynna sér efni frá Andrými (sem er aðgengilegt á sameiginlegri Drive-möppu stjórnar) og verður málið tekið fyrir á næsta fundi.
Fundi slitið 20.21