19. Stjórnarfundur S78 14.01.2014
Mætt: Stjórnarmennirnir Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Fríða Agnarsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG), (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi).
Fjarverandi:
Fundur settur: 17:28
1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.
2. Trúnaðarmál
3. Upplýsingamál, almannatengsl
-
ÁG segist hafa kennt Uglu á fréttabréfið, en hún hefur oft tíma til að taka að sér aukaverkefni.
-
ÁG ræðir um gagnrýni sem fréttir og deilingar geta fengið. Skiptar skoðanir um þetta, stjórn ræðir.
-
Siggi er byrjaður að vinna í nýjan vefnum, þannig það væri betra að bíða með það að kenna fleirum á núverandi vefinn.
4. Samskiptin innan hinsegin samfélagsins og samvinna stjórnar og trúnaðarráðs
-
Farið út í umræður um stemmningu innan stjórnar og trúnaðarráðs og góð samskipti innan og meðal þeirra. Rætt um að hittast oftar, bæta innri samskipti hinsegin samfélagsins, ræða um forréttindafræðslu og svo gera fleiri skemmtilega hluti sem auka tengsl fólks á milli.
-
Ákveðið að APS og GHG munu hringja í alla trúnaðarráðsmeðlimi og bjóða í mat, umræður og partý 1. febrúar kl. 17.00.
-
Þetta verður rætt áfram inn á facebookhóp stjórnar.
5. Fundur með HIV-samtökunum
-
ÁG og Birna fóru á fund með HIV síðasta fimmtudag, ásamt Matta ráðgjafa. Stærsti hluti fundarins fór í að fræða S78 fólk um stöðuna.
-
Þörf er á að koma af stað vitundarvakningu um að sérstaklega MSM fari í HIV test.
-
ÁG ætlar að koma Q félaginu inn í umræðuna. Hugmyndin er að búa til stuttar myndbandsklippur sem eru um hvað HIV test er lítið og sjálfsagt mál. Hins vegar er allt enn upp í loftinu og fundur væntanlegur eftir hálfan mánuð eða svo.
6. Ungliðar: Stjórn og umsjónarfólk (SJG – FA)
-
Um næstu helgi er stjórnarkosning hjá ungliðunum og hefur borist undirskriftalisti varðandi það að 14 ára aðili geti boðið sig fram. Siggi og Fríða ræða um lyklavöld og hvort 16 ára aldurtakmarkið sem hefur ríkt varðandi lykla eigi að gilda áfram.
-
Umræða um hvort fólk undir 18 ára eigi yfir höfuð að vera með lyklavöld, enda er áfengi á staðnum.
-
Stjórn mjög sátt við 14 ára einstaklinga í stjórn ungliðana, en ákveðið að einstaklingar undir 18 ára aldri fái ekki lyklavöld.
-
Rætt um að ÁG og formaður fari á fund með Rvk.borg og munu þá sækja um sér fjármuni fyrir ungliðana. ÁG og APS munu skoða nánar og verður rætt á næsta stjórnarfundi.
7. Fundur með félagsmálaráðherra
-
Fundurinn er kominn á, APS, ÁG og Villi munu sækja fundinn.
8. Skilaboð S78 vegna Rússlands og Indlands
-
SAS og ÁG með athugasemdir. Munu ræða við APS.
9. Úganda-verkefni, staðan
-
Stefnt á þetta 1. mars. Verið að leita að húsnæði. Jafnvel minni tónleikar fram að þeim stóru. Allt í vinnslu.
-
Þarf að halda félagsfund og fá samþykki fyrir því að félagið sé tilbúið í að leggja út fyrirfram peninginn sem til þarf í verkefnið.
10. Önnur mál
a) Styrktarsjóður Q
-
Bréf frá Q um að ákvörðun um sjóðinn hefur verið dregin tilbaka.
b) Möguleg blaðaúttekt (APS)
-
APS búin að ræða við tengilið sinn og allt í vinnslu.
c) Hugmynd um að alþjóðafulltrúi verði föst staða í stjórn (APS)
-
Tryggja að þessu verði ávallt sinnt og að þetta liggi innan stjórnar sem fast embætti.
-
APS biður stjórn um að hugsa um þetta fram að næsta fundi.
d) Starfsáætlun stjórnar, dagatal (SAS)
-
Umræða um að skrifa upp helstu viðburði á árinu sem stjórn þarf að sinna og hafa það í sýnilegu formi (ekki rafrænu) til að hægt sé að skoða starfsáætlunina. Stjórn samþykkir, ÁG fer að föndra.
Fundi slitið: 18.41.
Næsti fundur verður: 28.01.14 kl. 17.30.
Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir