Skip to main content
search
FélagsfundurFundargerðir

2. Félagsfundur 2023

By 16. nóvember, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Fundi stýrir: Álfur Birkir Bjarnason
Fundargerð ritar: Daníel E. Arnarsson

Fundur settur: 17.07

1. Lögmæti fundarins staðfest

Félagsfund skal boða skriflega með að minnsta kosti viku fyrirvara og var tilkynning um félagsfund sett á vef félagsins 8. nóvember, ásamt því að fundurinn var auglýstur á samfélagsmiðlum félagsins sama dag. Á fundinum voru 33 einstaklingar þegar hann var settur.

2. Staða Samtakanna ‘78 í dag

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ‘78, flytur erindi.
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, fer yfir verkefna- og fjárhagsstöðu.

3. Kosning kjörnefndar fyrir aðalfund 2024

Þrjú framboð bárust í kjörnefnd Samtakanna ‘78:

Alexandra Briem
Derek Terell Allen
Hilmar Hildar Magnúsar

Fleiri framboð bárust ekki á fundinum og eru því þessi þrjú sjálfkjörin í kjörnefnd. Félagsfundur samþykkti kosninguna með lófaklappi.

4. Hýryrði 2023

Álfur Birkir gefur dómnefnd Hýryrða stjórn fundarins þar sem þau tilkynna ný hýryrði. Allt um þá samkeppni má lesa um inni á vef Samtakanna ‘78.

5. Önnur mál

Álfur Birkir ber upp ályktun:
Undanfarnar vikur hefur heimurinn horft upp á þjóðarmorð Ísraelshers á Palestínufólki á Gasasvæðinu. Hörmungarnar eru gríðarlegar og ljóst að Ísraelsher skeytir engu um líf Palestínufólks en þegar þetta er ritað hafa um 11.000 óbreyttir borgarar verið drepnir. Þá virðist herinn leggja sig fram um að eyðileggja innviði og lykilbyggingar svo sem raf- og vatnsveitu og sjúkrahús. Slíkt framferði ætti að rannsaka sem stríðsglæpi.

Í gegnum tíðina hefur Ísraelsríki skreytt sig fjöðrum hinseginleikans þar sem réttindi hinsegin fólks standa að mörgu leyti framar í Ísrael en meðal nágrannaþjóða Ísraels. Nú síðast hafa borist fréttir af hermönnum Ísraelshers sem fagna því að loksins séu réttindi hinsegin fólks tryggð á Gasasvæðinu með innrás hersins núna í október. Samtökin ‘78 hafna algerlega slíkum bleikþvotti.

Hinsegin Palestínufólk er ekki öruggara án heimilis en þau voru áður.

Morð Ísraelshers á óbreyttum borgurum veitir látnu hinsegin fólki engin réttindi.

Hinsegin fólk á Gasasvæðinu getur ekki nýtt sér heilbrigðisþjónustu sjúkrahúsa sem hafa verið sprengd í loft upp.

Ef Ísraelsher væri alvara með að tryggja mannréttindi á Gasasvæðinu ætti að byrja á að tryggja rétt Palestínufólks til lífs.

Mannréttindi verða aldrei tryggð með þjóðarmorði.

Samtökin ‘78 fordæma þjóðarmorð Ísraelshers á Gasasvæðinu. Réttur Palestínufólks til lífs er virtur að vettugi með hroðalegum hætti. Það er ekkert unnið í mannréttindum hinsegin fólks með þessum aðgerðum. Þjóðarmorði Ísraelshers fylgir ekkert stolt.

Félagsfundur samþykkir einróma.

Ynda Eldborg minnir á mikilvægi hinsegin sögu og listar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið: 18.55