Skip to main content
FundargerðirStjórn

2. Stjórnarfundur 14.apríl 2014

By 5. maí, 2014mars 6th, 2020No Comments

Stjórn Samtakanna ‘78

2014 – 2015

 

2. fundur

 

Ár 2014, mánudaginn 14. apríl kl. 17.30 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Örn Danival Kristjánsson meðstjórnandi (ÖDK), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ). Auk stjórnar sat fundinn Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ). Boðuð forföll: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS) Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG).

 

Dagskrá:

1. Mál frá síðasta fundi

 

1.1 Aðgangur að gögnum
1.2 Stattu með!

1.3 Fræðslubæklingur

1.4 Lögreglubæklingur

1.5 Stjórnsýslukæra

1.6 Bókasafn

1.7 Tillaga frá aðalfundi varðandi félagsstarf

1.8 Stjórn og trúnaðarráð – fyrsti fundur og partí

1.9 Stefnumótun S78

1.10 Starf starfshópa og nefnda

1.11 Úgandaverkefni

1.12 Sýning God Loves Uganda

1.13 Alþjóðamál – Færeyjar og Malta – fulltrúar

1.14 Kominn tími á tékk?

1.15 Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit

1.16 Húsnæðismál

1.17 Málefni intersexfólks

1.18 Heimasíða

1.19 Styrkjadagatal

1.20 Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

1.21 Áhugi alþjóðasamstarfi

1.22 Forréttindafræðsla

 

2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund

2.1 Snorri í Betel-Akureyri

2.2 Japan

 

3. Ný mál

 

3.1

Þetta var gert:

 

1. Staða mála frá síðasta fundi

 

1.1 Aðgangur að gögnum
Aðgangur er kominn. Lokið.

 

1.2 Stattu með!

ÁGJ fjarverandi og umræðu frestað. Aðeins rætt í facebookhóp í síðustu viku.  Í vinnslu – ábyrgðarmaður ÁGJ og SAS

 

1.3 Fræðslubæklingur

SAS fjarverandi og umræðu frestað. Í vinnslu – ábyrgðarmaður SAS

 

1.4 Lögreglubæklingur

SAS fjarverandi og umræðu frestað. Í vinnslu – ábyrgðarmaður SAS

 

1.5 Stjórnsýslukæra

HM hefur ekki náð að taka stöðuna. Í vinnslu – ábyrgðarmaður HM

 

1.6 Bókasafn

ÁGJ og SAS tala við Þorvald. SAS ræðir við kynjafræði. Dagsetning fyrir formlegan flutning óákveðin.Þarf að muna að tala við Borgarbókasafn. Staða.  Umræðu frestað. Er í vinnslu. ábyrgðarmaður SAS, ÁGJ og HM

 

1.7 Tillaga frá aðalfundi varðandi félagsstarf

GHG fjarverandi og umræðu frestað. Í vinnslu – ábyrgðarmaður GHG

 

1.8 Stjórn og trúnaðarráð – fyrsti fundur og partí

Partí þann 4. apríl heppnaðist vel. Ákveðið að halda sameiginlegan fund stjórnar og trúnaðarráðs 26. apríl nk. í S78 frá 10.30 til 16.00. 14 af 21 í Facebookhópi stjórnar og trúnaðarráðs hafa þegar tilkynnt komu sína. Ákveðið að helga fundinn húsnæðismálum, forréttindafræðslu, stefnu og starfsemi og hafa seinni hluta hans opinn öllum félagsmönnum. Þarf að auglýsa sem fyrst í fréttabréfi o.fl.

 

Drög að dagská:

 

10.10 Stjórn, trúnaðarráð og hagsmunafélög – tilgangur og samspil

11.00 Hlé

11.10 Starfið næsta árið – verkefni ársins, starfshópar og skipulagsdagatal

12.00 Matur

13.00 Forréttindafræðsla (opið öllum frá og með þessum lið)

13.50 Hlé

14.00 Hvert eiga S78 að stefna? – samtakamátturinn, stefnuplagg, áherslur

14.50 Hlé

15.00 Samtökin á Suðurgötunni

 

Rætt og unnið með hugmyndir um stefnu, starfsemi og húsnæði S78. Einnig hægt að skrá sig í starfshópa.

 

Í vinnslu og rætt áfram á facebook og HM ætlar að gera viðburð.- ábyrgðarmaður HM, SAS og ÁGJ

 

1.9 Stefnumótun S78

HM leggur til að stefnumótun verði tekin til umræðu opnum fundi með félagsmönnum í framhaldi af sameiginlegum fundi stjórnar og trúnaðarráðs þann 26. apríl nk. Gögn frá samtakamætti og stefnumótunarplagg 2009-2012. Í vinnslu – ábyrgðarmaður HM.  

 

1.10 Starf starfshópa og nefnda

Starfshópar verði kynntir á opnum fundi 26. apríl – fólk geti skráð sig í starfshópa (þá sem eru opnir). Í vinnslu – ábyrgðarmaður HM

 

1.11 Úgandaverkefni

Verkefnisstjórn ætlaði að hittast í síðustu viku – en gekk ekki. Ekki hefur frést af peningamillifærslum. Tekið fyrir á næsta fundi. Í vinnslu – ábyrgðarmenn AÞÓ og HM

1.12 Sýning God Loves Uganda

Viðburðurinn tókst vel og vel mætt og talað um að reyna að starfa að því saman að fá myndina til Íslands og gera úr því viðburð. AÞÓ og HM verða í sambandi við Sigurvin prest varðandi þetta. Í vinnslu – ábyrgðarmenn AÞÓ og HM

 

1.13 Alþjóðamál – Færeyjar og Malta – fulltrúar

Formaður fer til Færeyja 23. til 24. apríl í boði Norðulandahússins í Tórshavn. Opnun sýningarinnar Gay Greenland. Fulltrúar frá Færeyjum Grænlandi og Íslandi. Rætt um að koma á betra samstarfi. Taka snúning á þessu í alþjóðanefnd og móta innlegg í fundinn – ábyrgð AÞÓ og HM.

 

Malta: Komið boð um að senda tvo fulltrúa – þarf að svara f. 18. apríl. Aðeins annar fulltrúi er kostaður. Spurning um að senda tvo fulltrúa og annan á eigin kostnað. Ákveðið að ræða málið í Facebookgrúppu (HM ætlar að setja inn dagskrá fundarins) og ákveða. Ábyrgð AÞÓ og HM.

 

1.14 Kominn tími á tékk?

Skoða hvort HIV verkefni verði reglulegt og starfshóp um lýðheilsu. VIV og SAS fjarverandi og umræðu frestað. Í vinnslu – ábyrgð VIV og SAS

 

1.15 Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit

Staðan er þannig að frestur fékkst til að skila inn annál samtakanna. Umræða um nálgun. AÞÓ ætlar að opna google skjal og byrja. Í vinnslu – ábyrgðarmaður AÞÓ

 

1.16 Húsnæðismál

Búið að skrifa undir kaup á Suðurgötu 3. Afhending 1. júlí. Verðum í bandi við VG um að fá mögulega afhent fyrr. En við verðum að vera raunsæ með tímaplanið og þetta má ekki gera í of miklum flýti. Frekar vel en fljótt. HM, VIV, SAS og ÁGJ hittu Helga Steinar Helgason arkitekt og ætla að spjalla betur við hann um möguleika húsnæðisins.   -ábyrgðarmaður VIV, SAS og HM.

 

1.17 Málefni intersexfólks

Fræðslukvöld og boð fulltrúa intersexfólks á stjórnar- og trúnaðarráðsfund og að hitta ráðgjafa S78. SAS fjarverandi og umræðu frestað. Verður rætt á Facebook þannig að hægt verði að taka ákvörðun um fræðslufund sem fyrst. Í vinnslu – ábyrgð SAS

 

1.18 Heimasíða og Facebook.

SAS og HM hittu Sigga í trúnaðarráði á dögunum með ÁGJ og fóru yfir málin. Rætt um að Siggi taki saman það sem hefur verið gert og hvar við stöndum í dag og hvaða hugmyndir hafa verið uppi. Þarfagreining og starfshópur á dagskrá áður en lengra er haldið.

Heimasíðutæknihópur- HM ætlar að tala við Sigga.

Ákveðið að stofna hóp um ritstjórn facebooksíðunnar. Þarf að skoða hver svarar bréfum, hver setur inn innlegg, hvað á að gera við Hýraugað. KE kemur með hugmyndir á facebook og kynnir betur á næsta fundi.-

Í vinnslu – ábyrgð KE, SAS og HM

1.19 Styrkjadagatal

VIV var fjarverandi og umræðu frestað

 

1.20 Fræðsla um fötlun til ráðgjafa. Ekki hefur farið fram umræða í trúnaðarráði.

Verður betur rætt á næsta fundi.

 

1.21 Áhugi alþjóðasamstarfi

Frestað til næsta fundar.

 

1.22 Forréttindafræðsla

HM lagði til að fyrsta skref verði að bjóða upp á fræðslu laugardaginn 26. apríl og fá Auði Magndísi til að halda hana. Samþykkt. -ábyrgðarmaður SAS

 

2. Mál sem komu upp eftir síðasta fund

 

2.1 Snorri í Betel-Akureyri

Þetta var tekið fyrir í facebook. HM sendi yfirlýsingu á RÚV eftir að RÚV hafði samband. Hann og fór í líka í viðtal þar og því var gert góð skil. -lokið.

2.2 Japan

Inn á facebook kom fram að ósk hefði borist um að við sendum Sendiráði Íslands í Japan nokkra punkta um starfið til að nota í kynningu á Tokyo Pride. Umræðan áfram inn á facebook. Í vinnslu. Ábyrgðarmaður: ÁGJ

 

3. Ný mál

 

3.1 Ákveðið að setja pride mál sumarsins á dagskrá næsta fundar.

Fundi slitið kl. 18:46

Næsti fundur verður mánudaginn 28. apríl kl. 17:30

Kamilla Einarsdóttir ritaði

Leave a Reply