Skip to main content
FundargerðirStjórn

2. Stjórnarfundur 2020

By 20. mars, 2020apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Unnsteinn, Bjarndís, Rósanna, Edda, Marion, Andrean, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs)
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:36

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. NASDAQ – verkefni með HD, regnbogavottun

Hinsegin dagar og NASDAQ hafa áhuga á að vinna að regnbogavottun í samstarfi við Samtökin ‘78. Hinsegin dagar óska eftir svari við þessari tillögu. Stjórn ræðir. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að skoða nánar og fresta ákvörðun.

3. Sjálfboðaliðar

Framkvæmdastjóri óskar eftir aðstoð stjórnar til þess að halda utan um sjálfboðaliða og starf þeirra. Mikill tími fer í að skipuleggja sjálfboðaliðastarf og mikilvægt er að halda vel utan um bæði fólk og starf. Stjórn ræðir málin og ákveðið að fara í frekari stefnumótun svo allt sé eins og best verður á kosið.

4. Ferlar

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðuna á skrifstofu. Starfsfólk er nú að vinna í ferlum innan Samtakanna ‘78. Þessi vinna á eftir að einfalda starfið í framtíðinni og auðvelda nýju fólki aðkomu. Framkvæmdastjóri óskar eftir því að stjórn sendi sér ferla sem stjórnarmeðlimir muna eftir.

5. Vefur Samtakanna, beta prófun

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu á nýjum vef Samtakanna. Stjórnarmeðlimir munu taka þátt í beta prófun nú á vormánuðum.

Varaformaður bendir á mikilvægi þess að öll sem sjá um vefsíðuna og samfélagsmiðla gæti þess að nota eingöngu myndir sem eru í eigu Samtakanna.

6. BUGL

Staðan í heilbrigðiskerfinu er mjög óvenjuleg vegna covid-19. Stjórn ákveður að bíða þangað til aðstæður batna en fylgjast þó grannt með stöðu mála og undirbúa næstu skref. Einnig ákveðið að deila atvinnuauglýsingu BUGL fyrir teymisstjóra teymis trans barna á BUGL.

7. Fjarviðburðir

Umræður um mögulega viðburði fyrir félagsfólk nú í samkomubanni. Bæði stuðnings- og skemmtiviðburði. Villi hjá HD, Þorbjörg og Unnsteinn hafa rætt samstarf.
Andrean og Bjarndís taka að sér að tala við Heiðrúnu um skemmtiviðburði og í framhaldinu ræða við Hinsegin daga.

8. Önnur mál

Formaður hefur rætt við Villa. Í ljósi aðstæðna þarf stjórn að hittast á fjarfundi og fara yfir stefnumótun og þá sérstaklega stóru póstana: félagslíf, fræðsla, ráðgjöf og réttindabarátta.
Breyting á starfsmannamálum.
Gjaldkeri ræðir fjármál Samtakanna.
Unnsteinn upplýsir stjórn um stöðu á Prepp en svo virðist vera að ekki sé verið að skrifa út Prepp vegna álags á spítölum vegna covid-19. Unnsteinn er að skoða þetta með Einari frá HIV Ísland og mun láta stjórn vita hver staðan er.
Formaður leggur til að hér eftir verði fundargerð tekin til samþykktar á Slack-rás stjórnar sem fyrst eftir fund. Sú tillaga er samþykkt.

Fundi slitið 18:27