Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

2. Stjórnarfundur 2021

By 12. apríl, 2021júní 24th, 2021No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Ólafur Alex, Þórhildur, Bjarndís, Þorbjörg, Edda, Daníel (framkvæmdastjóri), Andrean og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi). Einnig eru viðstödd Sigurgeir og Bergrún, starfsmenn S78.

Fundur settur: 16:40

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt.

2. Nýtt starfsfólk kynnir sig

Bergrún Andradóttir nýr móttökuritari og Sigurgeir okkar sem hefur tekið við nýju starfi sem kynningar- og viðburðastjóri heimsækja fundinn. Stjórn fagnar þeim, bravó! Stjórn og starfsfólk ræða stöðuna á skrifstofunni, vonir, væntingar og þrár.

Bergrún og Sigurgeir kveðja fundinn að þessum lið loknum.

3. Verkáætlun næsta stjórnarárs

Formaður og varaformaður kynna verkáætlun eins og hún var unnin af stjórn á vinnuhelginni. Þau hafa sett upp Trello sem gefur stjórn góða yfirsýn.

4. Fundaskipulag

Stjórn setur niður næstu fundi. Fundartímar verða settir inn á Trello. Næsti vinnufundur verður sunnudaginn 18. Apríl.
Fundur með félagaráði fyrir félagsfund verður 6. maí til þess að ræða markmiðasetningu stjórnar.
Félagsfundur að vori laugardaginn 29. maí.

5. Samningar

Framkvæmdastjóri kynnir stöðu samninga fyrir stjórn. Fræðslusamningur við Snæfellsbæ er undirritaður af þeirra hálfu. Enn er verið að vinna í samning við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en það gengur þó vel.
Stjórn fagnar þessum fréttum.

6. Íslensk ættleiðing

Íslensk ættleiðing hefur sent út fyrstu umsóknina til Kólumbíu fyrir samkynja par. Samkynja par á Íslandi hefur aldrei áður ættleitt milli landa. Þetta eru því stórar fréttir sem stjórn fagnar.

7. Ráðgjöf-staðan

Framkvæmdastjóri átti góðan fund með ráðgjöfum þar sem ýmsar hugmyndir voru ræddar. Framkvæmdastjóri mun fylgja þessu eftir í samræmi við verkáætlun.

8. Önnur mál

Framkvæmdastjóri vekur máls á því að utanríkisráðherra Rússlands sé væntanlegur til Íslands. Hann verður á landinu 19. – 20. maí. Stjórn er áhugasöm um að mynda móttökunefnd og ræðir ýmsar hugmyndir.

Fundi slitið: 18:00