Skip to main content
FundargerðirStjórn

2. Stjórnarfundur S78 03.04.2013

By 17. apríl, 2013mars 6th, 2020No Comments

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Gunnlaugur Bragi (Gulli)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs)

Fjarverandi: Örn Danival Kristjánsson (Á fundi TÍ)

 

Fundur settur 21:10

 

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.

 

2. Verkaskipting og áherslur stjórnar: fært yfir í umræðu á Facebook (fb) hópi stjórnar S78.

 

3. Nefndir

 

a) Þjóðfundarnefnd:

 

  • Búið að halda fund síðan síðasti stjórnarfundur. Auður Magga, Raggi og APS í nefnd, og Ásta Ósk sérlegur verndari.

  • 1. júní tillaga um dagsetningu þjóðfundar, samþykktur af stjórn. Sídegisfundur sem lýkur hugsanlega með skemmtun um kvöldið.

  • Auður Magga mun skoða hvernig hægt sé að vinna úr niðurstöðum fundsins. Ásta Ósk vill skoða fjármálahliðarnar, ásamt Villa. Raggi er til ráðgjafar um formið á fundinum. APS hugsar um dagskránna í heild sinni og markaðssetningu hans fyrir félögum og öðrum.

  • Lagt til að skoða möguleikan á því að stjórn og trúnaðarráð hringi í S78 félaga.

  • APS spyr hvort vilji sé fyrir því að óska eftir samstarfi með Rvk.borg og halda fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Stjórn samþykkir. APS mun hafa samband við Mannréttindaráð Rvk.borgar.

 

 

b) Afmælisársnefnd:

 

  • Hópur inn á fb um afmælisárið inniheldur Mumma (fyrrv. formann), Gulla, Örn, Uglu Stefaníu (fræðslufulltrúa), Andra, Sólver og Körlu úr trúnaðarráði.

  • Gulli óskar eftir skýrari hugmyndum um framkvæmdir og vinnubrögð, einnig vantar leiðtoga nefndarinnar.  

  • Stjórn leggur til að skrá niður dagsetningar um viðburði og skipuleggja viðburði út frá því.

  • Nefndin sér um hugmyndavinnuna og tillögur, stjórn S78 hefur úrslitavald um hvort hugmyndir verði að veruleika. Út frá því sér nefndin um skipulagningu á þeim.

  • Gæta þarf að dreifa viðburðum yfir árið.

  • GHG leggur til að afmælisnefndin hittist.

  • Gulli mun sjá um að hafa samband við hagsmunasamtök og starfshópa S78 og bjóða þeim að vera með viðburði á vegum afmælisárs S78.

  • Vilji er fyrir því að bjóða framboðum til Alþingis á pallborð hjá S78 sem afmælisviðburður. Lagt til að semja spurningar til þeirra sem mæta. SAS og Gulli taka að sér spurningarnar, munu leita til stjórnar og trúnaðarráðs eftir tillögum.

  • Stefnt er á boð 18. apríl, á opnu húsi, Gulli sér um að senda út á framboð og búa til viðburð á fb.

 

 

c)  Ættleiðingarhópur:

 

  • APS, Guðrún Arna, Katrín Odds, Felix Bergsson, Gulli og Unnsteinn sitja í hópnum.

  • APS mikið í opinni umræðu um ættleiðingar, finnur mikinn áhuga í samfélaginu.

  • Samþykkt að gera hópinn að starfshópi.

  • Spurningar tilbúnar til alþingisframboða frá hópnum, verða sendar til samþykkis á stjórn og trúnaðarráð. Þær verða svo sendar frá hópnum á mánudaginn.

  • Unnið er að fundi með stjórn Íslenskri Ættleiðingu. Búið er að finna dagsetningu. Gulli mun boða á hann.

 

 

d) Alþjóðanefnd:

 

  • Hilmar Magnússon er jákvæður fyrir því að halda þessari stöðu.

  • APS spyr hvort hægt sé að fríska upp á þessa nefnd, stjórn veitir henni umboð til þess.

 

 

e) Tillaga um skipun lögfræðihóps:

 

  • APS vill skipa óformlegan lögfræðihópi. Tillaga um að setja á fót teymi hinsegin lögfræðinga, um hinsegin málefni.

  • APS biður um leyfi til þess að setja þetta saman, stjórn samþykkir.

 

 

4. Upplýsingar og mál tengd ákvörðunum síðasta fundar

 

a) Starfsmannamál:

 

  • APS biður um frest á starfsmannamálum.

 

 

b) Samband formanns við hagsmunafélög og starfshópa:

 

  • APS er hálfnuð með verkefnið að hafa samband við hagsmunafélög og starfshópa, verk í vinnslu og gengur vel.

 

 

c) Trúnaðarmál

 

d) Styrkjamál:

 

  • Starfsreglur settar utan um þær: gjaldkeri og framkvæmdastjóri munu hafa yfirsýn um styrki – allt fer í gegnum þá. Greinargerð skal fylgja þegar S78 veita styrki.

  • Villi vill skoða möguleikann á því að sækja um styrki til velferðarráðuneytisins varðandi ráðgjafa mál og annað.

  • Bingó. Samþykkt að panta Vinabæ þann 6. Des (föstudagur). Villi mun panta.

 

 

e) Verkreglur varðandi mannréttindaviðurkenningar S78:

 

  • Siggi leggur fram verkreglur. Stjórn S78 samþykkir með einni breytingu um að nefndin “vinnur úr þeim fyrir kosningu og skilar þeim ásamt áliti til stjórnar og trúnaðarráðs S78”. Siggi mun sjá um að koma breytingunni í verkreglurnar.

 

 

5. Fundur stjórnar og trúnaðarráðs

 

  • Fundur verður 20. apríl.

  • Byrjað verður á því að stofna umræðu í sitt hvorum hópum, annars vegar hjá trúnaðarráði og svo stjórn um að koma með tillögur að efni fundar.

 

 

6. Önnur mál og erindi

 

a) Erindi frá Amnesty International vegna þátttöku í kostnaði við heimsókn Köshu frá Úganda:

 

  • Amnesty athugar hvort S78 og Hinsegin dagar geti skipt með sér kostnaði á sýningu Call Me Kutchu í Bíó Paradís. Heildarkostnaður er 40.000kr (leiga á sal), þ.e. 20.000kr fyrir S78. Ákveðið er að taka fjármagn úr afmælissjóði. Gulli mun svara Amnesty.

  • APS er að skoða einkafund með Köshu fyrir stjórn og trúnaðarráði.

 

 

b) Ósk um umsögn vegna fjögurra lagafrumvarpa:

 

  • APS leggur til að leggja inn umsögn á öll frumvörpin.

  • APS ætlar að biðja Auði Möggu um að hefja þessa vinnu. APS mun svo dreifa þessu á trúnaðarráðið og stjórn.

 

 

c) Gleðskapur stjórnar og trúnaðarráðs:

 

  • APS heldur partýið heima hjá sér.

 

 

d) Bleiki hnefinn um hinsegin Útópíuna Ísland:

 

  • Umræða tekin um stöðu hinsegin mála. S78 kynna sig og Ísland ekki sem hinsegin útópíu og setja ekki þá stefnu. Eru að berjast fyrir auknum réttindum og að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks. Umræðan færð yfir á fb vegna tímatakmarkanna.

  • Vilji til þess að ræða þetta áfram og koma af stað virkri umræðu um stöðu hinsegin fólks innan S78. Stjórn mun skoða að setja fund ‚Hinsegin útópían Ísland‘, sem verður að afmælisviðburði (annað hvort sér eða hluti af þjóðfundi).

  • Einnig er vilji til þess að skoða stöðu heimilislausra hinsegin ungmenna og höfnun hinsegin fólks af fjölskyldum sínum (sem spratt úr umræðum). Það verður rætt bæði við ráðgjafa S78 á fundi á morgun. Siggi mun spyrjast fyrir um þessi mál hjá Q félaginu.

 

 

Fundi slitið 22:30.

Næsti fundur verður 17. apríl kl.20.00

Leave a Reply