Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Gunnlaugur Bragi Björnsson, Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir og Fríða Agnarsdóttir. Hafþór Loki Theodórsson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri og Ugla Stefanía Jónsdóttir boðuðu forföll.
Fundur settur 17:34
- Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
Samþykkt - Verkefni/viðburðir á starfsáætlun og forgangsröðun þeirra
Mannréttindaverðlaun: spurning hvort við viljum halda í gamlar hefðir og afhenda þau á afmælishátíðinni 27.júní eða hvort við viljum gera eins og í fyrra og afhenda á opnunarhátíð Hinsegin daga. Væri við hæfi að gera það 27.júní ef einhver stór viðburður eða stór dagskrá er. Stjórn sammála um að fara þess á leit við Hinsegin daga að fá að afhenda viðurkenningarnar á opnunarhátíðinni.
Afmælishátíð 27.júní: miðvikudagur, vonandi getum við haldið upp á gildistöku laga um réttindi Trans-fólks.
Hinsegin dagar: Stjórn vill hafa atriði í göngunni 11. ágúst og þarf að ákveða hvernig við viljum hafa það. Ef orðabókin verður að veruleika þá væri tilvalið að nota orð úr henni sem þema í atriðið.
Menningarnótt 18. ágúst: Stefnum á að hafa opið hús líkt og í fyrra.
Jólahlaðborð: fyrir sjálfboðaliða og starfsfólk – ákveðin að hafa það laugardaginn 15. desember.
Aðventu- og menningarkvöld: Stefnt að því að halda svipað kvöld og í fyrra með blandaðri menningardagskrá fimmtudaginn 13. desember.
Listsýningar: Reyna að hald þeim áfram og fá reglulega inn listamenn til að sýna verkin sín.
Félagsfundur í nóvember: þarf að skipuleggja hann tímalega.
Trúnaðarráðsfundur: þ.e. þessir tveir fundir sem halda þarf. Leggjum til við trúnaðarráðið 2. eða 9. júní fyrir vorfundinn – sjáum hvernig þeim lýst á það. Þarf svo að finna dagsetningu fyrir haustfundinn.
Jólabingó: Þarf að byrja snemma á undirbúningi – verður haldið fimmtudaginn 6. desember.
Fræðslufundir: hafa samband við trúnaðarráð sem er víst með ýmsar pælingar í þeim málum. Einnig vera í samstarfi við Q sem og önnur hagsmunafélög. Hafa t.d. fyrirlestra/umræðufundi. Hugmyndir að efni t.d.: HIV- Ísland, Blóðgjafir, Heimilsofbeldi, Líkams-ímynd homma. Væri gott að hafa þetta fastan lið kannski 1 sinni í mánuði.
Löggubæklingur: Svavar búinn að vera að leita eftir hinsegin löggum sem hugsanlega vilja koma að þessu verkefni – einhver nöfn komin og einnig úr slökkviliðinu.
Fjáröflun og fjölgun félaga: Þurfum að vera vel virk í þessu og allir að taka þátt í þessu.
Orðabók: Leiðbeiningarrit fyrir fjölmiðla og fleiri, þ.e. hvaða orð séu æskileg og hvaða orð ekki þegar um okkur er fjallað. Gera svo kannski samning við Friðrik Skúlason um að koma þessum orðum inní “ritvillupúkann” sem er réttritunarforritið þeirra.
Forgangsröðun: Stjórn finnst Löggubæklingur, fjáröflun og fölgun félaga ásamt orðabókinni vera í forgangi. Að þeim verkefnum loknum má huga að öðru. - Nefndastörf
Nefndir/vinnuhópar sem við myndum vilja setja í gang eru: Fjáröflunarnefnd, Orðabókanefnd, Löggubæklinganefnd, Fræðslunefnd, Gay Pride atriðanefnd, Jólabingónefnd (undir fjáröflunarnefnd), Þarfagreiningarnefnd, vef og ritnefnd? - Trúnaðarráðsfundur á fimmtudag kl 19:30
Höldum óformlegan fund í raun bara til að sjá andlit trúnaðarráðsmeðlima og það okkar. Taka einnig smá stöðuna og heyra hvort þau séu með einhverjar hugmyndir um efni til að taka fyrir á vorfundinum. - Önnur mál
- Skipurit og stefnumótunarplagg er komið inn á dropboxið.
- Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur boðið sína aðstoð við verkefnið “Stattu með” , benti einnig á Ísold Uggadóttur sem hugsanlega gæti lagt fram aðstoð.
Fundi slitið 18:40
Næsti fundur miðvikudaginn 25.apríl kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars