Skip to main content
search
FundargerðirTrúnaðarráð

20/9 2016 Fyrsti fundur trúnaðarráðs 2016-2017

By 20. september, 2016maí 24th, 2020No Comments

Trúnaðarráð Samtakanna ‘78

Starfsárið 2016 – 2017

01. fundur

Þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 18:00 var haldinn fyrsti fundur trúnaðarráðs Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Fundinn sátu: Alda Villiljós, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Erica Pike (Sigríður J. Valdimarsdóttir), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Sólveig Rós, Jóhann G. Thorarensen, Lotta B. Jóns, öll kjörnir fulltrúar; Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir, fulltrúi Trans-Íslands, Sigríður Rósa Snorradóttir, fulltrúi Hinsegin kórsins, Brynjar Benediktsson, fulltrúi BDSM á Íslandi og Bryndís Ruth Gísladóttir, fulltrúi Félags hinsegin foreldra; og María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna '78,

Á döfinni: Félagsfundur, opin hús og jólabingó.

Verkefni: Stjórn leitar eftir því að a.m.k. tveir úr trúnaðarráði bjóði sig fram í hverja nefnd og að tveir bjóði sig fram við að sjá um jólabingó. Leitast er eftir því að trúnaðarráð taki það að eitthverju leyti að sér að sjá um opin hús og skipuleggja þau.

Mál fyrir næsta fund: Skriflegar reglur trúnaðarráðs, ákveða fundartíma fram í tímann (Sigurður), skipuleggja opin hús fram í tímann (Erica), ræða hlutverk trúnaðarráðs og hver verkefni þess fyrir tímabilið verða.
 
 

18.12 – Formaður ‘78 María Helga setur fundinn

18.13 – Nafnahringur – kjörnir fulltrúar og fulltrúar hagsmunafélaga kynna sig

18.17 – Áréttað að á komandi kjörtímabili hafi allir fulltrúar í trúnaðarráði atkvæðarétt, bæði kjörnir fulltrúar og fulltrúar hagsmunafélaga. Í samræmi við grein 5.2 í lögum Samtakanna.

18.23 – Alda Villiljós kjörið formaður trúnaðarráðs, einróma

18.24 – Alda tekur við stjórn fundsins

18.25 – María Helga kynnir fyrir fundinum komandi viðburði, félagsfund 6.október og jólabingó í desember. Óskar eftir tveimur fulltrúum úr trúnaðarráði til að sjá um jólabingó, og helst tveimur fulltrúum í hverja af fimm nefndunum sem verða kynntar á félagsfundinum og má líka kynna sér betur hér https://samtokin78.is/frettir/nyjar-frettir/6027-felagsfundarbod2

18.33 – María Helga formaður, yfirgefur fundinn

18.37 – Þórhildur kjörinn varaformaður, Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi og Sigurður Júlíus varaáheyrnarfulltrúi. Öll voru kjörinn einróma með engin mótframboð.

18.40 – Umræða um nefndir og starfshópa. Bryndís og Sigríður Rósa ætla að gefa kost á sér í nefndina um Hinsegin eldri borgara. Þórhildur í lagabreytingarnefnd.

18.48 – Opin hús í samtökunum: Trúnaðarráð skal leitast eftir því að bjóða sig fram við að sjá um opin hús og koma með hugmyndir um opin hús.

18.55 –  Alda leggur til að trúnaðarráð miði að því að trúnaðarráðsfundir verði ekki lengri en klukkutími.

18.57 – Talað um formlega fundarskrá, mál verði send á formann sem setur upp fundarskrá sem allir skulu leggja sig fram við að fylgja og missa sig ekki í skvaldri.

19.10 –  Fundi slitið

 

Leave a Reply