Skip to main content
FundargerðirStjórn

20. Stjórnarfundur 2018

By 27. febrúar, 2018mars 6th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Fundur haldinn: Hávallagötu 44 kl. 20
Fundargerð ritaði: Benedikt Traustason

Fundur settur 20:10

1. Fundargerðir síðustu funda

Fundargerðir funda 16 og 19 samþykktar.

2. Starfsárið yfirfarið og tekin saman heilræði til næstu stjórnar

Rætt var um liðið starfsár. Fráfarandi stjórn leggur til að komandi stjórn setji fram starfsáætlun í upphafi árs með raunhæfum markmiðum þar sem ákveðið verður hvenær stjórn mun funda yfir starfsárið. Jafnframt leggur stjórn til að skoðað verði hvort samþykkja eigi fundargerðir í lok hvers stjórnarfundar eða þá með rafrænum hætti eftir fundi. Stjórn leggur auk þess til að sett verði stefna varðandi samskipti við fjölmiðla, þ.e. hvernig brugðist er við þegar fjölmiðlar hafa samband og hver tekur að sér viðtöl. Rætt var um hvernig efla megi upplýsingagjöf til félagsmanna.
Fráfarandi stjórn óskar verðandi stjórnarmeðlimum velfarnaðar í störfum sínum.

Sólveig Rós gengur af fundi 21:05

3. Undirbúningur og mönnun aðalfundar yfirfarin

Undirbúningur gengur vel.

4. Önnur mál

a)  Staða á réttarbótum í málefnum trans- og intersexfólks
MHG fór yfir stöðu málsins.
b) Munnleg skýrsla um aðfangadagsviðburð
Viðburðurinn gekk ljómandi vel. Kjöthöllin styrkti Samtökin um mat. Stjórn þakkar þeim sem komu að skipulagningu viðburðarins og er það einróma álit stjórnar og þátttakenda að þessari hefð verði haldið á lofti.
c) Ráðning ritstjóra afmælisrits Samtakanna
Atli Þór Fanndal hefur verið ráðinn í starf ritstjóra afmælisrits Samtakanna ‘78.

5. Samþykkt síðustu fundargerðar fyrir aðalfund

Fundargerð fundar 20 samþykkt. Við hlökkum til að sjá félagsfólk sem flest á aðalfundi 4. mars.

Fundi slitið 22:14

Leave a Reply