Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

20. stjórnarfundur S78 23. janúar 2013

By 6. febrúar, 2013mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla). Haukur Árni Hjartarson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri boðuðu forföll.

Fundur settur 17:33

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Nefnd um mannréttindaviðurkenningu S’78 kynnir tillögur sínar
    Siggi og Silla fóru yfir töllögurnar og í kjölfarið voru smá umræður þar sem örfáar athugasemdir voru gerðar auk orðalagsbreytinga. Nefndin fer yfir þessar athugasemdir og skilar aftur af sér á næsta stjóranarfundi.
  3. Niðurstaða Alþjóða lögfræðinganefndarinnar um mismunun á grundvelli kynhneigðar
    Mummi fór stuttlega yfir þetta mál og erum við öll mjög ánægð með þessar niðurstöður.
  4. Kasha Nabagasera og Amnesty International
    Þorvaldur Kristinsson sendi bréf til stjórnar þar sem óskað var eftir að S’78 og Hinsegin dagar myndu hugsanlega aðstoða Íslandsdeild Amnesty Internationa við að fá nígerísku baráttukonuna Kasha Nabagasera til Íslands í apríl. Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi hvort sem það er í beinum peningum eða vöru eins og gisting, uppihald eða flug. Við viljum auðvitað styðja þetta eins mikið og við mögulega getum. Ekki möguleiki að nota WOW miðana okkar því hún þyrfti að fara í gegnum Heathrow. Athuga hvort Icelandair sjái sér fært um að styrkja okkur með flugi fyrir hana.
    Mummi ræðir við Gunnar félaga sinn sem á gistiheimili varðandi gistipláss, einnig tala við Room with a view og Pink Iceland sem vita hugsanlega um einhverja gistimöguleika og eru með ýmis sambönd.
    Gulli og Árni Grétar ræða við Amnesty International og Þorvald um framhald og hvernig við komum að þessu og hvað við getum lagt á vogarskálarnar.
  5. Salernismál í félagsmiðstöð…
    Reynist ekki vel að nýta annað salernið sem geymslu þar sem nýtingin á Regnbogasalnum hefur aukist töluvert og stærri hópar farnir að vera með fasta viðburði.
    Stendur töluvert á því að „fundarherbergið” verði tekið í gegn og líklega þurfum við að nýta það amk að hluta sem geymslu rými auk vinnu aðstöðu fyrir fræðslufulltrúa og hugsanlega fámenna fundi. Fríða setur upp könnun um dagsetningu á tiltektar- og framkvæmdardegi.
  6. Önnur mál
  • Fréttamaður stöðvar 2 hafði samband við Árna Grétar varðandi málefni eldri borgara og vill fá viðtal varðandi þessi málefni þar sem hann hafði haft spurnir af heldriborgara félagsskap sem datt uppfyrir. Þarf kannski aðeins að skoða hvernig hægt er að nálgast þetta málefni og hvort þetta sé yfir höfuð eitthvað sem við þurfum að hugsa út í. Fáum Árni Grétar til að taka þetta að sér og kanna málið. Skoða t.d. grein sem kom í Hýraugað fyrir all löngu síðan.
  • Þorsteinn eigandi á 2. og 3. hæð hefur nú einnig keypt risið þ.e. 5. hæðina og á því meirihluta í húsinu.
  • Muna að senda út póst þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs.

Fundi slitið 19:19
Næsti fundur miðvikudaginn 6.febrúar kl.?
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply