Skip to main content
FundargerðirStjórn

21. Stjórnarfundur 2016

By 27. janúar, 2016mars 26th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Júlía Margrét
Einarsdóttir ritari (JME), Matthew Deaves alþjóðafulltrúi (MD), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) og
Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM). Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra (AMA).
Forföll: Ásdís Kristinsdóttir meðstjórnandi (ÁK).

Ár 2016, miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Kitty Anderson ritaði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.Húsnæðismál: Útleiga á sal ‐ kjör

AMA vinnur drög að sérkjörum/hvatakerfi, sem innifelur m.a. afnot af húsnæði, fyrir sjálfboðaliða Samtakanna ‘78. Fríða bað um salinn v/fermingarveislu. Samþykkt að hún fái salinn endurgjaldslaust og í ljósi þess hversu mikið hún hefur lagt af mörkum til félagsins í sjálfboðinni vinnu.

3. Almennt félagsstarf: Ungliðar

Ákveðið að hefja samtal við Reykjavíkurborg um samstarf vegna ungliðastarfs, mögulega í Hinu húsinu. Verður skoðað nánar með umsjónarfólki ungliða og rætt aftur á næsta fundi stjórnar. Samþykkt að stefna að félagsfundi um málefni ungliða um leið og mál hafa skýrst og fleiri upplýsingar liggja fyrir.

4.Almennt félagsstarf: Námskeið erlendis

Borist hefur boð um þátttöku í námskeiðum í gegnum Erasmus+. Mikil vinna liggur í umsóknum en fyrirtækið In Dialogue sem stendur að námskeiðunum býður aðstoð við umsóknir. Um væri að ræða námskeið fyrir stjórnarfólk, framkvæmdastýru og ráðgjafa, m.a. leiðtogaþjálfun og sáttamiðlun.
Umsóknarfestur er 2. febrúar. Samþykkt að stefna á að senda inn umsóknir. AMA fylgi eftir.

5.Upplýsinga‐ og kynningarmál: Vefsíða ‐ tækniumsjón og ritstjórn

HHM leggur til að liðnum verði frestað til næsta fundar og orku og athygli beint að komandi ársþingi og aðalfundi. Samþykkt að fresta liðnum til næsta fundar.

6.Almennt félagsstarf: Áfengisleyfi

Enn er ekkert útlit fyrir að félaginu verði veitt leyfi til áfengisveitinga í bráð. Þriðja tilraun hefur verið gerð til umsóknar og nú um fyrir samkomusal. Enn eru gerðar kröfur um frístandandi handlaug í eldhúsi, loftræstingu í ræstiskáp og sér kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk. Stjórn telur að kröfur þær sem gerðar eru séu verulega íþyngjandi fyrir félagið og langt umfram það sem telja megi hæfilegt, miðað við eðli og umfang starfseminnar. Fyrirspurn um undanþágu hefur verið send inn og er svars beðið. Stjórn undrast óskýr og misvísandi svör yfirvalda, skort á leiðbeiningum og ósveigjanleika gagnvart frjálsum félagasamtökum í þessum efnum.

7. Almennt félagsstarf: Ársþing/Aðalfundur ‐ skipulag og undirbúningur

Guðrún Ó.Axelsdóttur vinnur nú að gerð ársreikninga. Framkvæmdastýra vinnur nú í ársskýrslu og sendir formanni undir lok næstu viku. Hafa þarf samband við aðildafélög, starfshópa og aðra hópa undir hinsegin regnhlífinni og biðja þau um að vera með 5‐10 mínútna kynningar að kvöldi laugardagsins. Kanna þarf hvenær dags fólk vill gera þetta. Rætt um að málþingið á föstudeginum verði um hinsegin fjölskyldumál í stað hatursglæpa, í ljósi þess að formanni og lögmanni félagsins hefur boðist að vera með innlegg um hatursglæpi og ‐orðræðu á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning sem haldin verður í Háskóla Íslands þann 6. febrúar nk. Varðandi mál‐ og vinnustofur fyrri hluta laugardags: KA hefur samband við tengilið hjá Public Interest Research Institute og óskar eftir námskeiði, hámarks greiðsla sem S78 gætu boðið fyrir slíkt er kr. 30.000.

8.Hatursorðræða/‐glæpir og mismunun: Fundur með Eyrúnu Eyþórsdóttur

Óformlegur fundur er fyrirhugaður með Eyrúnu Eyþórsdóttur, fulltrúa
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í málefnum er varða hatursglæpi, þann 10. febrúar nk. MRK og KA sækja höndin f.h. stjórnar, ásamt framkvæmdastýru.

9.Flóttafólk og hælisleitendur: Beiðni um styrk vegna íþróttaiðkunar

Beiðni barst frá Íþróttafélaginu Styrmi um að S78 komi til helminga á móts við íþróttafélagið og að félögin standi þannig straum af æfingagjöldum hælisleitanda sem iðkað hefur íþróttir með félaginu undanfarið. Nokkur umræða var um að gott væri að setja almenn viðmið um styrkveitingar en samþykkt að veita styrk í þetta skipti sem nemur helmingi æfingagjalda vorannar. Einungis er um að ræða þetta eina tilvik en verði framhald á íþróttaiðkun viðkomandi, og eða fleiri sækja um álíka styrk, verður málið tekið upp á ný.

10.Önnur mál

Félagsfundur 11. febrúar nk. ‐ kynning á BDSM Íslandi
Fyrirhugaður er félagsfundur 11. febrúar nk. til kynningar á umsókn BDSM Ísland á hagsmunaaðild að S78. Samþykkt að hafa sniðið þannig að félagsfólk geti óhikað spurt um efnið og rætt í sínum hópi. Boðið verði upp á nafnlausar spurningar í aðdraganda fundar.

Þátttaka í ráðstefnunni Fræði og fjölmenning í Háskóla Íslands HHM og lögmanni Samtakanna ‘78, Björgu Valgeirsdóttur hdl., verið boðið að flytja sitt hvort 10 mínútna erindið í málstofu um hatursglæpi, ásamt Eyrúnu Eyþórsdóttur fulltrúa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í málefnum er varða hatursglæpi. Hafa þau þekkst boðið. Um er að ræða erindi ásamt pallborðsumræðum og spurningum úr sal.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.

Leave a Reply