Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

21. Stjórnarfundur S78 13.02.2014

By 9. mars, 2014mars 6th, 2020No Comments

21. Stjórnarfundur S78 13.02.2014

 

Mætt: Stjórnarmennirnir

 

Fjarverandi: Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs)

 

Fundur settur: 17:39

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Sjálfboðaliðagaym 14. febrúar

 

  • ÁG segir skráningar vera að detta inn, en margir sem hafa ekki svarað – ÁG leggur til að það verði hringt í fólk á eftir.

  • Trúnaðarráðsmeðlimir hafa allir fengið bréf.

  • Við verðum á Hallveigarstöðum. ÁG og Brynhildur hafa unnið fundardagskrá fyrir viðburðinn annað kvöld til að róa taugar ákveðinna aðila sem eiga hlut að húsnæðinu (til að það sé á hreinu að það verði ekki of mikið partý eða neitt).

  • ÁG, GHG og SAS ætla að skoða hvernig má skreyta á morgun.

 

 

3. Fundur með innanríkisráðherra 12. febrúar

 

  • GAK og APS ræddu við ráðherra varðandi Íslenska ættleiðingu og það að pressa á félagið að vinna í þágu hinsegin fólks líka. Ráðherra var mjög jákvæð og ætlaði að beita sér fyrir hópnum og vildi sérstaklega skoða Suður Afríku (og lönd sem gætu opnað á ættleiðingar fyrir hinsegin fólki).

  • Ráðherra vill halda annan fund með okkar fólki og þá ræða málin nánar og sérstaklega fræðast betur um málefni trans fólks. ÁG mun sjá til þess að hann verði að veruleika.

  • Hún hefur einnig óskað eftir bréfi frá okkur varðandi þessi mál. GAK mun halda utan um það í samráði við ættleiðingarhópinn.

 

 

4. Húsnæðismál S78

 

  • ÁG, Villi, Hilmar, Siggi og Þorvaldur Kristins hafa skoðað. ÁG segir bæði marga kosti og galla. Kostirnir eru gott aðgengi, sýnileiki án þess að vera í verslunarkjarna. Lítið mál að aðlaga húsnæðið og breyta. Staðsetning góð. Gallar eru að það þarf að lagfæra eitt og annað til að fegra húsnæðið, húsnæðið er ekki mjög stórt.

  • Þorvaldur hefur sent stjórn góðar og nytsamlegar ábendingar varðandi húsnæðið sem var farið yfir. Stjórn samþykkir að bjóða Þorvaldi á fund í næstu viku og ræða málin nánar.

  • Mikil umræða um bókasafnið og framtíð þess og þörf og nýtingu félagsmanna og þeirra sem starfa innan S78.

  • ÁG þarf að svara eigendum strax á morgun varðandi áhuga og hvort við séum líkleg til kaupa. Hann myndi þá leggja fram kauptilboð með fyrirvara um ástandsskoðun, fjármögnun og samþykki á aðalfundi. Stjórn veitir heimild til þess.

 

 

5. Rukkun félagsgjalda og skírteini

 

  • 90% rukkana farnar út. ÁG segir það ganga vel. Villi og ÁG munu skoða betur.

 

 

6. Fjármögnunarmál – umsókn til Velferðarráðuneytis

 

  • ÁG sendi umsókn út í dag. Ráðuneytið óskaði eftir gögnum og vildi vita í hvað fjármagn fer í. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðuneytið óskar eftir slíku. ÁG spurði nánar út í þessa beiðni og út úr því kom að ÁG sendi greinargerð og upplýsti um hvernig hefur verið staðið að þessu fram til þess (s.s. aldrei óskað eftir frekari gögnum en eru venjulega send, ársskýrslur og reikningar).

 

 

7. Aðalföndur og ársskýrsla

 

  • ÁG segir skrif á ársskýrslu vera á ábyrgð formanns. Formaður þarf að fá upplýsingar víðs vegar og rita skýrsluna.

 

 

8. Úgandasamstarf

-Fjáröflunarátak

Villi segir frá, Call Me Kutch síðar í mánuðinum sem verður fjáröflunarsýning. APS segir vanta manneskju með henni upp á svið.

Jón Gnarr verður hugsanlega þar.

6. mars verður Sigga Beinteins, Sísí Ey, Páll Óskar, Hinsegin kórinn og Retro Stefson – þau eru öll staðfest. Í Hörpu. Hugmynd um að fá Hljómsveitina Evu og Bjarna Sveinbjörns sem kynna.

Villi mun biðja stjórn og trúnó um að aðstoða við að auglýsa.

-Beiðni frá Amnesty

Spurt var hvort ungliðar þeirra megi vera í anddyrinu að kynna viðburð sem verður 8. mars. Samþykkt að þau megi vera 6. mars.

-Framkvæmd verkefnisins

APS minnir á að það sé mikilvægt að við höldum vel á öllu. Verið er að sækja um undanþágu til Seðlabankans og margt í vinnslu. Mikilvægt að við höfum góða yfirsýn.

 

9. Önnur mál

Dagatal

SAS ræðir hvort það megi ekki verða að veruleika. ÁG talar um álag og ætlar sér að koma þessu í framkvæmd.

 

Fundi slitið:18:45.
Næsti fundur verður: 25.02.14 kl. 17:30.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

Leave a Reply