Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla). Haukur Árni Hjartarson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri boðuðu forföll.
Fundur settur 17:34
- Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
Samþykkt - Mannréttindaviðurkenningar S78 – reglur
Nefndin skilaði af sér reglunum eftir að hafa lagfært þær eftir athugasemdir sem komu á síðasta fundi. - Húsnæðismál S78
Fasteignasali á vegum Þorsteins eiganda 2., 3. og 5. hæðar hafði samband við framkvæmdastjóra og óskaði eftir því að við sendum frá okkur tilboð á kaupverði eignarinnar okkar. ÁG sagði nei og ef Þorsteinn hefur áhuga á að kaupa hana þá ætti hann að gera okkur tilboð og við myndum þá meta hvort við tækjum því.
Húsnæðið á Hverfisgötu 33 er til sölu. Ekkert að því að skoða það og kanna þá möguleika sem það hefur að bjóða. Er á 2 hæðum, væri jafnvel hægt að leigja út geymslurými á neðrihæðinni. - Undirbúningur fyrir aðalfund – skýrsluskrif og fleira
Mummi sér um ársskýrsluna og kallar eftir aðstoð þar sem við á.
Fríða tekur meðal annars saman mætingu í Regnbogasal og fer yfir skýrslu félagsmiðstöðvar.
Siggi kemur með lagabreytingatillögu vegna mannréttindaverðlauna
Kanna hvort ekki sé hægt að fá eitthvað bakkelsi gefins eða amk reyna að hafa eitthvað í boði á fundinum. - Önnur mál
- Skrifstofu barst tölvupóstur þar sem leitað er eftir myndefni vegna réttarstöðu hinseginfólks út um allan heim. Fá ÁG til að athuga t.d. með Uglu, Hröbbu/Hinsegin dagar, Hýraugað, mbl.is?, Hin-norðurland, Pink Iceland o.fl.
- Félagsskírteini eru í prentun og vonandi tilbúin í næstu viku.
- Það kemur í ljós 28.febrúar hvort Reykjavík eða Miami verður fyrir valinu á Out games 2017.
- Gulli kom með fyrstu drög að ársreikningi. Lítur vel út en auðvitað bara fyrstu drög sem á eftir að sundurliða og gera betri skil á.
- Tiltektardagur verður laugardaginn 23.febrúar og ef þörf er á þá verður framhald sunnudaginn 24.febrúar. Byrjum kl.10
- Fríða sendir út á hópa sem hugsanlega gætu átt eitthvað inni í herberginu og biðja þá að fara í gegnum það allt, taka, henda eða amk koma því þannig fyrir að tiltektarlið viti hver á og samningur er á um að það sé í geymslu hjá okkur.
- Ekkert heyrst varðandi mál Kasha Nabagasera og Amnesty International
- Mjög vand með farið hvað og hversu mikið er sent út í fréttapóstinum.
Fundi slitið 19:15
Næsti fundur miðvikudaginn 20.febrúar kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars