Skip to main content
search
FélagsfundurFundargerðir

Félagsfundur

By 23. nóvember, 2017mars 6th, 2020No Comments

Félagsfundur Samtakanna ‘78

Starfsárið 2017 – 2018

2. félagsfundur

Þann 23. nóvember 2017 var haldinn félagsfundur í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 kl. 18:00. Fundinn sátu 15 félagsmenn og til hans var boðað mánudaginn 13. nóvember og telst því fundurinn löglegur.

María Helga Guðmundsdóttir, formaður, setur fundinn 18:20

1. Drög að fjárhagsáætlun starfsárið 2018-2019

Drög að fjárhagsáætlun kynnt viðstöddum félagsmönnum.

Fram komu efasemdir úr sal vegna hás verðs í sjoppu. Talið var að það hefði fráhrindandi áhrif að leggja svo mikið á vörur í sjoppu. Lagt til að lækka verðið, hugsanlega einungis á viðburðum félagsmanna en ekki endilega á opnum viðburðum með t.d. stjórnmálafólki.

2. Kjörnefnd skipuð

Til kjörnefndar bárust þrjú framboð. Fundur staðfesti öll framboð. Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sigurgeir Ingi Auðar- Þorkelsson og Svanfríður Anna Lárusdóttir skipuð í kjörnefnd.

3. Önnur mál
a) Afmælisnefnd

María Helga minnir á starfsemi afmælisnefndar og hvetur fólk til skráningar og þátttöku.

Vegna afmælisársins 2018 er nefnd sú hugmynd að hópur hittist og setji saman tímalínu á opnum fundi. Slíkt verður gert fyrir BDSM á Íslandi vegna 20 ára afmælisárs félagsins.

b) Bingó

Jólabingó Samtakanna ‘78 verður haldið sunnudaginn 3. desember og félagsfólk er hvatt til að deila, mæta og taka vini sína og vandamenn með.

Fundi slitið 19:00

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason, ritari

Leave a Reply