Skip to main content
FundargerðirStjórn

23. Stjórnarfundur 2016

By 24. febrúar, 2016mars 24th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Matthew Deaves alþjóðafulltrúi (MD), Ásdís Kristinsdóttir meðstjórnandi (ÁK) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM). Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra (AMA).
Forföll: Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA).
Gestir fundar: Guðmunda Smári, Sigurður Júlíus, Sesselja María og Anna Eir frá ungliðaumsjón.

Ár 2016, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 18.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Auður Magndís Auðardóttir ritaði fundargerð.

1.Ungliðastarf: Umsjónarfólk ungliðastarfs kemur á fund

Rætt er um framtíð ungliðahópsins. Viðræður við Reykjavíkurborg standa til boða. Borgin er tilbúin til að skaffa starfsmann fram að áramótum sem sæi um fasta viðveru og faglega umsjón. Almenn ánægja er með það en það þarf að ræða um ýmsa útfærsluþætti t.d. staðsetningu. Til boða stendur að nota húsnæði frístundamiðstöðvarinnar Kamps sem er fullbúið. Samþykkt að hefja viðræðurnar formlega og búa til samning á milli borgarinnar og S78.

Rætt um styrk, kr. 450.000,‐ sem kom frá Isavia og er eyrnamerktur starfi með ungu fólki. Rætt um að peningurinn gæti farið í að greiða ráðgjafa þóknun fyrir vinnu með hópi ungs trans fólks. Mikil ásókn er í einstaklingsráðgjöf og Sigríður
Birna ráðgjafi metur það mjög mikilvægt að stofna slíkan hóp.
Hugmynd frá umsjónarfólkinu er einnig að prenta nokkurskonar nafnspjöld sem gætu nýst fólki sem notar ókynbundin fornöfn. Setta María ætlar að fá tilboð í það og skoða hönnun.

Anna Eir, Sigurður og Guðmunda víkja af fundi.

2.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt

3.Almennt félagsstarf: Beiðni um notkun húsnæðis vegna AA‐starfs

Beiðni barst um að fá að nota húsnæðið fyrir AA fundi hinsegin fólks. Rætt.
AMA kalli eftir frekari upplýsingum um málið áður en ákvörðun verði tekin.

4.Fjármál og félagatal: Yfirferð ársreiknings

SDV fer yfir ársreikning. Allar lykiltölur líta vel út og félagið stendur vel. Síðasta ár var viðburðarríkt fjárhagslega séð vegna framkvæmda við nýja húsið en það hefur lent vel. HHM og SDV munu skoða framkvæmd kynninga á aðalfundi.

5.Önnur mál

Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19.37.

Fundurinn var síðasti fundur stjórnar starfsárið 2015‐16. Að honum loknum var haldið á veitingastaðinn að Hverfisgötu 12 þar sem stjórn gerði sér glaðan dag.

Leave a Reply