Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

23. stjórnarfundur S78 7. mars 2013

By 9. mars, 2013mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga) og Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi,). Haukur Árni Hjartarson sat fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla) boðaði forföll.

Fundur settur 17:53

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Undirbúningur fyrir aðalfund
    Þorvaldur er tilbúinn að taka að sér fundarstjórn en vill þó fá varafundarstjóra til að geta tekið til máls í einhverjum liðum. Silla er til í að vera fundarritari. Þetta þarf náttúrulega svo að fá staðfest á fundinum.
    Mummi er að leggja lokahönd á skýrslu stjórnar og að taka sama skýrslur frá hinum ýmsu nefndum.
    Gulli fer yfir fjármálin.
    Árni Grétar, Íris og Anna K fara í kosningahlutann.
    Siggi mun fara yfir þær lagabreytingatillögur sem eru.
    Önnur mál.
    Að öðru leyti skilar stjórnin mjög sátt af sér búi.
    Hugmynd um að hafa opið hús í framhaldi af fundi og fram eftir kvöldi 
  3. Svar hinsegin kórsins við erindi stjórnar S’78
    Formaður Hinsegin kórsins sendi svarpóst og samþykkti kórinn að koma fram tvisvar sinnum á ári og að greiða 50% af stillingu á píanói sem greiðsla fyrir afnot af húsnæðinu til kóræfinga. Erum við þeim mjög þakklát fyrir það.
  4. Önnur mál
  • Engin önnur mál.

Fundi slitið 18:30
Næsti fundur verður samkvæmt ákvörðun nýrrar stjórnar
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply