Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

24. Stjórnarfundur S78 20.03.2014

By 24. mars, 2014mars 6th, 2020No Comments

24. Stjórnarfundur S78 20.03.2014

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78),

 

Fjarverandi: Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs)

 

Fundur settur: 17:40

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Ársskýrsla, ársreikningar og aðalfundur:

 

  • Flestir eru búnir að skila inn til APS greinargerð í ársskýrsluna þannig að hún getur smellt henni saman. Allt að smella.

  • Villi er að klára skýrslu ársreikninga og fjárhagsáætlun. Lítur vel út í heildina en tekjur Regnbogasalar lækka töluvert. Ferðakostnaður hækkar töluvert, á þó eftir að fá einhverjar endurgreiðslur á styrkjum vegna þeirra. Þarf líka aðeins að skoða það betur, spurning hvort einhverja liði eigi að flokka með öðru s.s. fræðslu. Tekjur vegna fræðslu hafa hækkað. Eignir félagsins hafa aukist. Ættum að geta verið sátt við heildar útkomu.

  • Fundarstjóri: Arna Björk Gunnarsdóttir frá JC, ritari: Ugla Stefanía

  • Dagskrá eftir almennum aðalfundarreglum.

  • Önnur mál sem við viljum ræða: Húsnæðismál – kynna stöðu mála. Bókasafnstillaga. Mannréttindaviðurkenning, hugsanlega umhverfisstefnan

 

3. Drög að verk- og tímaáætlun fyrir Stattu með!

 

  • Frestað til næsta fundar sökum veikinda

 

4. Umhverfisstefna S78

 

  • ÁG hefur verið í sambandi við Mumma hjá Landvernd og vinnufélaga hans. Er búinn að búa til smá drög að einfaldri stefnu. T.d. pappírssparnaður, flokkun á rusli, rafmagnssparnaður.

 

5. Mannréttindaviðurkenningar – nefndin og niðurstöður hennar

 

  • SJG kom með drög að nýrri tillögu varðandi viðurkenningarnar fyrir hönd nefndarinna. Verklag og nefndarstarfið endurskipulagt. Breytingar á nafni viðurkenninganna, fjöldi viðurkenninga ef einhverjar eru.

  • Stjórn vill þó halda nafninu mannréttindaviðurkenning inni.

  • Ýmsar tillögur að breytingum sem farið verður aftur með í nefndina

  • Regndropi S78 – hugmynd af hvatningarverðlunum sbr. bleikisteinninn.

 

6. Dagatal (fyrir næstu stjórn)

 

  • ÁG er að búa það til og er það verk í vinnslu. Ætti að vera tilbúið fyrir fyrsta fund nýrrar stjórnar.

  • Búa til einskonar tímalínu sem er í pappírsformi og hangir uppi á vegg og er stjórn og framkv.stj. sýnilegt.

 

7. Fartölva/ur

 

  • Villi er líklegast komin með 1 stk að gjöf. SJG er einnig að skoða málin með sína tengiliði.

 

8. Trúnaðarmál

 

9. Önnur mál og kveðjudinner stjórnar!

a) Ein mynd tekin af stjórn fyrir veraldarvefinn – til að kveðja og minna á aðalfund og kosningar til stjórnar! – Sökum forfalla stjórnarmanna þá varð ekkert af þessu. Mynd verður þó vonandi tekin á aðalfundi.

b) Breyta lykilorðum inn á netföng S78 til handa nýju stjórnarfólk.

Er í öruggum höndum Sigga.

c) Fundur eða hittingur gömlu og nýju stjórnar? Afhending valda, lykla og almenn ráð um hvernig eigi að takast á við fjörið.

Reyna að fá fráfarandi og nýkjörna stjórn til að hittast strax að loknum aðalfundi og ákveða tímasetningu á stjórnarskiptum.

d) Verklagsreglur fjármála

Villi búin að gera drög að nýjum verklagsreglum varðandi:

– lán á posum.

– einnig varðandi innkaup og/eða útlagður kostnaður  

– ferðakostnað

– einnig að þeir sem fara í einhverja ferð greidda af S78 skili inni skýrslu.

e) Úganda

Farið verður yfir stöðu mála á aðalfundi. Styrkumsókn gegnum BNA gekk ekki eftir en beint til næstu stjórnar að fylgja þessu þó eftir.

f) Staða húsnæðismála

Beðið eftir skýrslu vegna ástand þaks á Suðurgötu, búið er að fá úttektaraðila til að fara yfir rafmagnið.

Pappírsvinna vegna sölu á L3 er á lokastigi.

 

Fundi slitið: 19:20
Næsti fundur verður: ákveðið á aðalfundi.

Fundarritari: Fríða Agnarsdóttir

Leave a Reply