Fundinn sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Jósef Smári Brynhildarson ritari (JSB), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SSM). Einnig sat fundinn Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ).
Forföll: Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK).
Ár 2015, mánudaginn 18. maí kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Jósef Smári Brynhildarson ritaði fundargerð.
1.Fjármál
SDV fer yfir stöðuna. Ákveðið að ýta á eftir ríki og borg. Til ráðstöfunar eru nú 3,6 m.kr. en félagið á inni um 800 þúsund vegna uppgjörs á Laugavegi 3. Ljúka þarf fjármögnun framkvæmda við Suðurgötu 3 og vegna ‘Stattu með’ verkefnis en þessi verkefni munu fyrirsjáanlega valda því að reksturinn fer undir núllið. Rætt um tímabundinn yfirdrátt þar til rekstrarfé frá ríki og borg skilar sér. HHM leggur til að safnað verði á Karolinafund fyrir húsgögnum og framkvæmdum á Suðurgötunni. Samþykkt að skoða ítarlega þann möguleika.
2.Úgandaverkefni
Samþykkt að setja allt á fullt í að klára verkefnið og koma fjármagni til Úganda.
3.Lögfræðimál
HHM og ÁGJ hafa verið í sambandi við Sævar Þór Jónsson lögmann hjá Lögmönnum Sundagörðum en hann hefur rætt um að bjóða félögum upp á lögfræðiþjónustu og ráðgjöf og leita styrkja til félagsins. Samþykkt að halda viðræðum áfram.
4.Ungliðahreyfing
Rætt um ungliðamál. Hörgull hefur verið á sjálfboðaliðum til að hafa umsjón með starfinu. SMM leggur til að umsjónarfólk fái að auglýsa eftir sjálfboðaliðum sem fyrst. Samþykkt. Rætt um 300.000 kr. styrk sem ungliðar hafa fengið og verður notaður í fræðsluefni o.fl.
5.Önnur mál
KA leggur til að skoða vef m.t.t. ‘hits’ á Google o.fl. Samþykkt að MRK skoði með vefstjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.50. Næsti fundur ákveðinn 1. júní nk. kl. 20.00.