Skip to main content
FundargerðirStjórn

3. Stjórnarfundur 2016

By 29. mars, 2016mars 20th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.
Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 29.3.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Júlía Margrét Einarsdóttir ritaði fundinn.

1. 12.00-­12.05 Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðir verða skoðaðar af formanni og ritara fyrir næsta fund.

2. 12.05-­12.10 Vikan sem var

Ýmislegt var rætt á síðasta fundi og bókað í síðustu fundargerð. Farið er stuttlega yfir þau mál og hvernig þeim hefur verið komið í farveg. Lítið hefur verið um að vera yfir páskana nema ljóðakvöld sem haldið var á laugardeginum og var vel sótt. Ennfremur fór fram óhefðbundinn fundur á milli framkvæmdastýru og sjálfboðaliða ungliðastarfsins þar sem fyrirliggjandi stefnubreyting var rædd.

3. 12.10­-12.15 Vikan framundan

Auður mun hafa samband við RVKborg á morgun og reyna að skrifa undir samninginn í vikunni. Varaformaður reifar hugmyndir sínar um að koma á fót starfsemi í kringum eldra fólk 25+ sem kemur út úr skápnum eða hina svokölluðu “Týndu kynslóð”. Ugla tekur í sama streng og bendir á að mikill áhugi á slíkri starfsemi gæti verið innan Trans Íslands. Auður er á leið á Hvolsvöll að vera með fræðslu á fimmtudag en Kitty mun leysa hana af á skrifstofunni. Auður er að sækja um í samfélagssjóð Valitors. Að velferðarráðuneytinu er það að frétta að Auður hefur nú haft samband vegna seinkunar og svörin voru að það væri verið að ganga frá bréfunum. Því var lofað að þetta kæmi í mars. Hinsegin dagar eru með aðalfund á fimmtudag og munu sjá um opna húsið þá. Næsta laugardag er ný opnun í galleríinu um miðjan daginn. Fríða mun athuga það í vikunni að það verði keypt tjald sem hægt verði að setja á vegginn. Í kvöld munu hinsegin foreldrar hittast og kvöldið eftir það foreldrar transfólks en Ugla mun vera þar fulltrúi fyrir hönd trans Ísland.

Fyrir næsta fund verða húsnæðismál sett á dagskrá en það er orðið brýnt að gera skurk í kjallaranum.

4. 12.15-­12.20 Almennt félagsstarf: Félagsfundur og næstu skref

Gerður verður FB­viðburður fyrir fimmtudaginn í næstu viku, 7.apríl en Kitty mun stýra honum. Allt virðist vera í góðum farvegi varðandi það mál. Dagskrá fundarins verður umræður um BDSM málið þar sem við tölum um hugmyndafræðilegan ágreining um stöðu og stefnu félagsins. Við munum ekki sitja sérstaklega fyrir svörum en mæta á staðinn sem félagsfólk. Hilmar mun ávarpa fundinn og eftir það verður mælendaskrá opin. Júlía mun rita fundinn en Auður sjá um fundarboð.

5. 12.20-­12.25 Almennt félagsstarf: Afstaða stjórnar og starfsfólks vegna stöðu og stefnu

Ekki er talin ástæða til að stjórnin sem slík myndi sér sameiginlega skoðun í málinu en stefnan okkar er að staðið verði með ákvörðun fundarins. Gagnrýnin sem fram hefur komið er að um stefnubreytingu sé að ræða en Hilmar mun gera grein fyrir því að svo sé ekki. Mikilvægt er að það komi skýrt fram frá okkur að við lítum á vilja félagsfólks númer eitt tvö og þrjú og að við erum bundin til að fylgja vilja félagsmanna og að skoðanir séu tjáðar undir þeim formerkjum. Svo kemur í ljós á fundinum hvort fólk vill kjósa um málið eða boða nýjan aðalfund en vel gæti brugðið beggja vona í því. Mögulega er besti kosturinn í stöðunni að við getum tjáð okkar skoðanir en svo gerir maður grein fyrir atkvæði sínu þegar kemur að atkvæðinu sjálfu ef maður óskar þess. Varðandi kjörnefnd leggur María til að aðrir aðilar sjái um talningu atkvæða á fundinum en í ljósi þess að hún er kosin á félagsfundi situr hún áfram. Fram hefur komið að vegna klúðurs á síðasta aðalfundi eru þau staðráðin í að bæta vinnubrögðin verulega.

6. 12.25-­12.30 Alþjóðamál/Hatursorðræða og ­glæpir: ECRI

ECRI í Evrópu eru mannréttindasamtök með sérstaka deild fyrir LGBT sem þau hafa ákveðið að víkka í
LGBTI. Þau viljja hitta fólk frá okkur 6.apríl klukkan þrjú og fókusa á málefni LGBTI fólks.
Þau hafa sent bréfleiðis erindi varðandi það hvað þau vilja spyrja um en við eigum eftir að skoða það, en þau hafa óskað eftir að nýta húsnæðið á Suðurgötu. Þetta eru samtök sem meðal annars gagnrýndu það að múslimar fengju ekki lóð fyrir mosku í Reykjavík svo þau hafa komið víða við. Við getum talað við þau um hatursorðræðu dómsmálið. Lagt er til að Björg verði boðuð á fundinn enda verður efni hans afar lagalegt.
Ásthildur leggur til að stjórn fái aðgang að viðburðardagatali Samtakanna til að fá yfirsýn yfir það sem er framundan en Auður fer í það mál þegar í stað.

7. 12.30-­12.35 Almennt félagsstarf: Vinnufundur í bústað

Ákveðið hefur verið að stjórnin muni hittast og hrista sig saman eftir félagsfundinn 9. apríl og fara út að borða. Spurning hvort best verði að bíða eftir niðurstöðu félagsfundar en ef kosið verður að halda auka aðalfund þá gæti málið dregist í meira en mánuð. Lagt er til að við finnum helgi sem myndi passa sem flestum til að stefna að því að nýta fyrir fund. Auður mun henda upp könnun á doodle til að komast að niðurstöðu í málinu. Bæði væri mögulegt að fá lánaðan bústað hjá BHM annars hafa einhverjir stjórnarmeðlimir aðganga að sumarbústuðum.

8. 12.35­-12.40 Önnur mál

Engin önnur mál kynnt

Fundi slitið kl 12:50

Leave a Reply