Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

3. Stjórnarfundur 2016

By 26. september, 2016mars 13th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir formaður, Benedikt Traustason gjaldkeri, Guðmunda Smári Veigarsdóttir meðstjórnandi og Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi. Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra, Sólveig Rós áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs og verðandi fræðslufulltrúi, og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fráfarandi fræðslufulltrúi.

Mánudaginn 26. september 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði María Helga Guðmundsdóttir.

Dagskrá fundarins
1. 20.00-20.05 Fundargerð síðasta fundar
2. 20.05-20.15 Nýr fræðslufulltrúi
3. 20.15-20.25 Vikan framundan
4. 20.25-20.35 Pistill gjaldkera
5. 20.35-21.00 Starfsáætlun stjórnar
6. 21:00-21.20 Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna
7. 21.20-21.40 Verklags- og siðareglur
8. 21.40-22.00 Önnur mál

Fundur settur 20:16.

1. 20.16-20.20 Fundargerð síðasta fundar

Í fjarveru ritara er yfirferð fundargerða frestað til næsta fundar.

2. 20.20-20.30 Ráðning nýs fræðslufulltrúa

Ugla Stefanía fræðslufulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum. Eftir samráð við mannauðsráðgjafana Ragnheiði Stefánsdóttur og Völu Jónsdóttur, sem komu að ráðningarferlinu nú í sumar, hefur stjórn ákveðið að bjóða Sólveigu Rós starfið. Sólveig Rós hefur þegið stöðuna og er boðin velkomin til starfa. Hún tekur formlega við starfinu 1. október næstkomandi.

3. 20.30-20.40 Vikan framundan

Helsta verkefni framkvæmdastjóra næstu viku eru umsýsla með styrki til ráðgjafa vegna Erasmus+-símenntunar. Ungliðaumsjón er með starfsdag á sunnudaginn. Helsta verkefni stjórnar er áframhaldandi undirbúningur félagsfundar 6. október. Álfur Birkir er enn að safna klausum um starfsfólk og sjálfboðaliða.

4. 20.25-20.35 Pistill gjaldkera

Uppsetningu á prókúru o.þ.h. fyrir nýjan gjaldkera í Íslandsbanka er lokið. Galdkeri greiddi reikninga á heimabanka sem komnir voru fram yfir eindaga. Í ljós hefur komið að S78 greiddu kröfur vegna tækjaleigu frá Tæki.is sem áttu að berast Hinsegin dögum; Tæki.is munu endurgreiða okkur kröfurnar og innheimta þær að nýju frá Hinsegin dögum. Samþykkt er að veita Hinsegin dögum afslátt af leigu vegna geymslupláss í kjallaranum í skiptum fyrir regnbogavarning sem selja má í kaupfélagi/sjoppu S78.

5. 20:35-20:40 Málefni fært í trúnaðarbók.

20:40Auður, Sólveig Rós og Ugla víkja af fundi til að ræða fræðslumál.

6. 20.40-21.30 Starfsáætlun

21:10 Auður, Sólveig Rós og Ugla snúa aftur á fund.
Farið er yfir starfsáætlun stjórnar og gerðar endurbætur á henni. Áætlunin verður kynnt á félagsfundinum 6. október. Rætt er sérstaklega um eftirtalin atriði:
Viðhorfskönnun:að hún fari út á tíma þegar fólk er líklegt til að geta svarað henni. Á þessum tímapunkti er markmiðið að gera könnun sem nær til félagsfólks. Henni mætti gjarnan fylgja eftir með opinni könnun til hinsegin samfélagsins í heild, e.t.v. að hálfu ári liðnu.
Þjóðfundur:Í aðdraganda þjóðfundar muni undirbúningshópur fara yfir niðurstöður Samtakamáttarins 2013. Nýr þjóðfundur hefjist á samantekt á því hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum síðasta fundar. Auður upplýsir Ragnheiður Stefánsdóttir mannauðsráðgjafi hafi boðist til að aðstoða okkur við framkvæmd þjóðþings.

7. 21.30-21.40 Afsláttur félagsfólks hjá S78

Rætt um lagagrein 7.2, sem hljóðar svo: „Aðgangseyrir og annað endurgjald til félagsins skal ævinlega vera lægra gegn framvísun félagsskírteinis en annars. Félagsréttindi eru háð því að félagsgjöld séu greidd.“ Skoðuð verður útfærsla á afslætti gegn framvísun félagaskírteinis í kaupfélagi og tekið tillit til þessa ákvæðis við framkvæmd bingós og þrettándaballs. Að auki er samþykkt að leita
afsláttar fyrir félagsfólk hjá fleiri fyrirtækjum.

8. 21.40-21.55 Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna; verklags- og siðareglur (tveir liðir teknir saman)

Samþykkt að allir muni lesa skjal með drögum að þessum atriðum og gefa sínar athugasemdir fyrir vikulok. Að því loknu verði skjalið uppfært út frá athugasemdum og yfirfarið aftur.

9. 21.55-22.03 Önnur mál

Stjórn mun í sameiningu setja upp dagskrá fyrir fund með trúnaðarráði sem boðaður hefur verið fimmtudaginn 6. okt kl. 17:30.

Fundi slitið kl 22:03.

Leave a Reply