Skip to main content
FundargerðirStjórn

3. Stjórnarfundur 2020

By 20. apríl, 2020maí 24th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Unnsteinn, Bjarndís, Rósanna, Edda, Marion, Andrean, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs)

Ritari: Daníel E. Arnarsson

Fundur settur: 16.44

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt.

2. Öruggara rými – stefna og reglur

Framkvæmdastjóri fer yfir verkefni sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma er varðar öruggara rými og aðgengismál. Agnes og Edda bjóða fram aðstoð til að fullklára stefnuna.

3. Guðnasjóður

Stjórn fer yfir hugmynd um neyðarsjóð sem er til þess fallinn að aðstoða hinsegin fólk sem er í brýnni nauðsyn, t.d. er varðar samgöngustyrk eða lyfjastyrk. Vísað til framkvæmdastjóra og gjaldkera til frekari vinnu.

4. Blóðgjafir MSM

Formaður kallar eftir umræðum um blóðgjafir MSM og næstu skref er varða þau mál. Stjórn ákveður að vísa áframhaldandi vinnu til varaformanns og framkvæmdastjóra.

5. GLSEN

Stjórn ræðir GLSEN niðurstöður og úrvinnslu. Samtökin hafa ekki fengið fullbúnar niðurstöður sendar til sín. Einnig hefur samskiptavandi látið að sér kveða.

6. Vinnufundur 7. maí

Ákvörðun þarf að liggja fyrir hvort að vinnufundur, sem áætlaður er 7. maí, verði yfir tölvu eða í raunheimum. Áfram verður haldið með stefnumótunarvinnu stjórnar. Stjórn ítrekar það að halda vinnufund og mögulega mun það liggja fyrir aðeins seinna hvernig fundinum verði háttað.

7. Framhald starfsins á árinu

Stjórn ræðir næstu viðburði sem eru á dagskrá á meðan samkomubanni stendur. Eins ræðir stjórn félagsfund sem áætlaður er skv. lögum að halda eigi um vor. Stjórn er meðvituð um fundinn og mun senda tilkynningu til félaga þess efnis. Endanleg ákvörðun um staðsetningu eða tímasetningu liggur ekki fyrir að svo stöddu. Stjórn ákveður einnig greinaplan, þar sem stjórn skrifar meira af greinum til að birta á miðlum Samtakanna sem og á öðrum miðlum. Formaður hvetur stjórnarmeðlimi til að hugsa til framtíðar, sérstaklega er varðar fjáröflun og viðburði er tengjast henni.

8. Önnur mál

Engin önnur mál

Fundi slitið: 18.05