Viðstödd eru: Þorbjörg, Ólafur Alex, Þórhildur, Bjarndís, Edda, Daníel (framkvæmdastjóri) og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundur settur: 16:40
1. Samþykkt fundargerðar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt.
2. Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn 29. maí. Stjórn ræðir hugmyndir að plani.
Hvernig er að vera hinsegin á flótta?
Umfjöllun um hvernig kerfið virkar
Hvernig getum við verið til staðar fyrir hinsegin flóttafólk
Eikynhneigð
3. Mótmæli
Umræða um hvernig mótmæla má stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks í ljósi komu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Ákveðið er að búa til plan á vinnufundi í næstu viku.
Formaður ætlar að biðja Sigurgeir um að taka saman upplýsingapakka.
4. Félaga- og hagsmunaráð kemur inn á fund
Sindri Mjölnir, Sigtýr Ægir, Sóla, Daníel, Embla, Kristín Ásgeirsdóttir,
Formaður kynnir niðurstöður stefnumótunarvinnu stjórnar.
Fundi slitið: 17:57