Skip to main content
FundargerðirStjórn

3. Stjórnarfundur 2023

By 13. apríl, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Mars, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Max (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs), Daníel (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:05.

1. Fastur liður ungmennaráðs

Max flytur stjórn helstu tíðindi af ungmennaráði. Plaköt um hatursorðræðu og hinseginleika eru tilbúin til dreifingar í skólum. Stjórn fagnar.

2. Viðburðir á næstunni

Daníel fer yfir viðburði á næsta leiti. Hann leggur til að fyrirhuguðu málþingi að tilefni afmælis Samtakanna ‘78 verði frestað vegna fjölda viðburða í sömu viku. Málþingið verði sama dag og félagsfundur Samtakanna að vori, 20. maí. Stjórn samþykkir.

Daníel tilkynnir stjórn að fjármagn fyrir norræna ráðstefnu í haust sé tryggt að fullu í gegnum forsætisráðuneyti. Dagsetning sem verið er að ræða er 25.-26. september nk. Stjórn fagnar.

3. Hýryrði 2023

Hýryrðasamkeppni 2023 verður sett í gang á sumardaginn fyrsta og tengt opnun á Húsi íslenskunnar sama dag. Stjórn ræðir.

4. Samningar við sveitarfélög

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um að búið sé að gera upplýsingar um samstarfssamninga við sveitarfélög á vef Samtakanna skýrari.

Undanfarið hefur borið á því að óskað sé eftir upplýsingum um fræðslu Samtakanna hjá sveitarfélögum og fræðslan gerð tortryggileg. Stjórn fordæmir allar tilraunir til að tortryggja fræðslu Samtakanna og lýsir yfir fullu trausti á fræðslunni og fræðurum.

5. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri kynnir stjórn hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi viðburðastjórnunar hjá starfsfólki skrifstofu. Ábyrgð á ýmsum viðburðum dreifist á starfsmannahópinn en sé ekki á ábyrgð eins viðburðastýris. Stjórn ræðir.

6. Önnur mál

Bjarndís leggur til hitting með stjórn Hinsegin daga á næstunni. Stjórn samþykkir. Lagt er til föstudagurinn 21. apríl.

Fundi slitið: 18:25.