Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

3. Stjórnarfundur 2024

By 9. apríl, 2024maí 14th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 16:07

1. Uppstillingarnefnd afmælisnefndar

Uppstillingarnefnd afmælisnefndar (Bjarndís, Hannes og Sveinn og Bergrún af skrifstofu) fundaði fyrr í dag. Margar hugmyndir komu fram á fundinum, og verða þær bornar undir stjórn á næstunni.

2. Húsnæðismál Samtakanna ’78

Ræða þarf við framkvæmdastjóra um að klára það sem þarf að klára, til að byggingarstjóri geti losað sig undan ábyrgðum og tryggingargreiðslum þeim tengdum.

3. Sameiginlegur vinnufundur stjórnar og starfsfólks

Ekki tókst að komast yfir alla dagskrá vinnufundar stjórnar og starfsfólks um síðustu helgi vegna illviðris. Finna þarf tímasetningu fyrir annan slíkan fund. Skrifstofa komi með tillögur.

4. Hinsegin vottun

Hjalti, verkefnastýri Hinsegin vottunar, kemur á fundinn og kynnir störf sín. Hjalti óskar eftir samráðsfundi með framkvæmdastjóra og stjórnarliðum um mótun hinsegin vottunar fyrir fyrirtæki. Kristmundur, Hrönn og Jóhannes bjóða sig fram. Afrakstur þessa samráðs verður svo borinn undir stjórn alla.

Hjalti víkur af fundi

5. Nýr framkvæmdastjóri

Stjórn ræðir drög að atvinnuauglýsingu fyrir nýjan framkvæmdastjóra. Vonast er til þess að fullbúin auglýsing verði sett í loftið á allra næstu dögum. Hannes er í sambandi við sérfræðing í mannauðsmálum um að vera stjórn innan handar í ráðningarferlinu.

6. Aðild að EL*C

Upp kom sú hugmynd að Samtökin ’78 sæki um aðild að EuroCentralAsian Lesbian* Community. Aðild er gjaldfrjáls en felur í sér ýmis tækifæri. Stjórn samþykkir. Stjórn ræðir í framhaldi ýmislegt alþjóðasamstarf, og kallar eftir yfirliti yfir slíkt samstarf frá skrifstofu.

7. Samskiptaleiðir stjórnar

Stjórn ræðir notkun á Google Drive og mikilvægi þess að halda vel utan um gögn þar. Stjórn ræðir samskiptaleiðir, ss. Slack og Signal. Kanna þarf hvort ætti að borga fyrir Slack til að gögn þar geymist í lengri tíma.

8. Fundartímar

Stjórn ákveður næsta fundartíma, kl. 14 3. apríl.

9. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð er lesin upp á fundi til samþykktar. Fundargerð er samþykkt.

Fundi slitið: 17:20