Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

3. stjórnarfundur S78 25.april 2012

By 9. maí, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi),  Gunnlaugur Bragi Björnsson, Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hafþór Loki Theodórsson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ugla Stefanía Jónsdóttir boðaði forföll.

Fundur settur 17:30

 1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
  Samþykkt
 2. S78 á ballmarkaðinn ?
  Þar sem lítið er um hinsegin skemmtistaði þessar vikurnar hefur því verið fleygt fram hvort Samtökin eigi að halda fleiri böll. Vert að skoða þetta, en þurfum að passa uppá kostnað varðandi þetta. Samstarf var mjög gott við Barböru og Trúnó og fengum við ágætis tekjur af böllum þar en bárum hverfandi kostnað. Erfitt verður að fá slíka samninga við aðra staði. Ef við getum komist að einhversstaðar á eins ódýran hátt og hægt er þá um að gera að slá til. Þarf að kanna með öll þessi leyfi þ.e. skemmtanaleyfi eða barleyfi. Eflaust eru einhverjir staðir sem gætu og hefðu áhuga á að vera í samstarfi við okkur. Árni Grétar tekur púlsinn á stöðum hér og þar.
 3. Umsögn um frumvarp um réttarstöðu transfólks
  Búið er að leggja frumvarpið fram en það er ekki komið á dagskrá þingsins. Ekki ólíklegt að við verðum beðin um umsögn þegar málið kemst á dagskrá.  Ákveðið að vera búin að vinna þetta áður en við fáum þá beiðni. Mummi hefur samband við Önnu Kristjáns til að fullvissa okkur um að við tölum sem best þeirra máli og vinnur svo umsögnina áfram ásamt Uglu og Þór.  
 4. Samskipti /samstarf stjórnar og trúnaðarráðs
  Stjórn og trúnaðarráð þurfa að vinna öll þessi fyrirliggjandi nefndarstörf í sameiningu. Stjórn þarf að hafa yfirsýnina á starfið og stýra því og trúnaðarráð helst að ganga í takt við stjórn. Framkvæmdastjóri þarf að vera vel upplýstur um allt sem er í gangi hverju sinni hvort sem það er í höndum stjórnarmeðlima eða trúnaðarráðs. Hann fær oft símtöl sem varða málefni sem verið er að vinna að fyrir hönd S78 og ef hann er ekki upplýstur þá lítur það illa út fyrir alla. S.s. niðurstaðan er sú að við verðum að vinna vel og markvisst saman.  Megum heldur ekki hafa of margar nefndir eða of mörg verkefni í gangi í einu því þá gætu þau unnist hægar og ekki eins skilvirkt.
  Stefna stjórnar þarf að vera skýr og trúnaðarráð vel upplýst um vilja stjórnar svo allir geti unnið í takt.  
 5. Önnur mál
 • Silla og Birna úr trúnaðarráði komu með tillögu að viðbót við siðareglur félags hjúkrunarfræðinga og stjórn leggur blessun sína yfir að þær fái hjúkrunarfræðinga og fleiri heilbrigðisstéttir til þess að taka tillit til hinsegin fólks í siðareglum sínum.
 • Fjáröflun og fjölgun félaga: Birna Hrönn hefur kynnt fyrir stjórn hugmynd að ímyndarherferð. Taka myndir og myndbönd af félagsmönnum bæði þekktum og minna þekktum og svo texti við þar sem viðkomandi segir afhverju hann/hún er í S’78 eða hvað S78 hefur gert fyrir þau. Eva Ágústa er mjög líklega til í að taka ljósmyndirnar.  Siggi er til í að sjá um myndböndin. Siggi,  Árni Grétar og Gunnlaugur taka þetta verkefni að sér. Gera þetta sem fyrst.
 • Stattu með verkefnið er í vinnslu og í góðu ferli en þurfum þó frekari styrki í það.
 • Bókasafnið óskar eftir 30.000 í kaup á DVD – samþykkt
 • Mummi og Svavar hittu Ólaf Högna Ólafsson og Svövu Snæberg Hrafnkellsdóttur varðandi löggubæklinginn. Voru öll sammála að ekki væri hægt að gefa bæklinginn út óbreyttan. Svava tók það að sér að endurskrifa/staðfæra textann og aðlaga að íslenskum veruleika.  Hún verður svo í sambandi við Mumma og Svavar.
 • Samningur varðandi Reykjavíkurmaraþon samþykktur og verður því hægt að heita á hlaupara sem hlaupa til styrktar Samtökunum ’78.  Ákveðið að vera ekki með auglýsingabás á skráningarstaðnum.
 • Lee High hópurinn sem kom frá Bandaríkjunum – gott samstarf við þau og spurning um að reyna að endurtaka þetta. Amk skoða þetta vel og þróa á einhvern hátt. Hvort sem það er með sama fyrirkomulagi og þegar þau komu eða breyta því eitthvað. Samþykkt að Siggi vinni betur í þessu í nafni S’78 og sjái hvort það sé grundvöllur fyrir samstarfi.
 • Olís / ÓB annars vegar og Orkan / Shell hinsvegar eru með tilboð um afslátt til félagsmanna.
 • Þurfum að velja milli þessara tilboða. Gunnlaugur setur tilboðin á facebookgrúppuna okkar þar sem við getum skoðað þetta betur og svo veljum við eftir það.
 • Tölva framkvæmdastjóra er komin á tíma. Búið var að samþykkja kaup á nýrri tölvu. Siggi og Árni Grétar fara í tölvukaup. Auk þess kanna prentara og ljósritunarmál. Svavar gæti verið með einhver sambönd, annars notar Siggi sín sambönd.
 • Ritnefnd vefsíða – Siggi óskar eftir að fá að vera einskonar vefstjóri. Hugmynd um að setja jafnvel upp netföng tengd hverju embætti, stofna netföng í nafni  t.d. formanns, gjaldkera, ritara og annarra embætta svo hægt sé að nota þegar sent er út í nafni samtakanna.
 • Sú hugmynd hefur komið upp að bjóða uppá sjálfvarnarnámskeið fyrir hinsegin fólk. Íris Ellenberger hefur tekið þetta í sínar hendur og hafið samstarf við Styrmi. Óskar eftir að S’78 sýni stuðning við þetta námskeið og sendi út póst eins og að  auglýsa þetta. Búið að tala við kennara sem er til í þetta en hann þarf eiginlega að gefa upp smá viðmiðunartölu og við könnum áhuga félagsmanna.
 • Nýjar tölur: 356 hafa greitt félagsgjöld sem gerir 37% skráðra félaga. Höldum áfram að herja á og fá vini og vandamenn til að greiða félagsgjöld/ganga í félagið J

Fundi slitið 19:44
Næsti fundur miðvikudaginn 10.maí kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

Leave a Reply