Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2016

By 5. apríl, 2016mars 18th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir.
Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir. Forföll boðaði Kitty Anderson.

Ár 2016, þriðjudaginn 5.4.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Júlía Margrét

1. 12.00­-12.05 Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

2. 12.05-­12.10 Vikan sem var ­ vikan framundan

Auður sendi út fréttabréf, stjórn ræðir möguleikann á að auka magn á fréttum og minni póstum inni á heimasíðunni í stað fréttabréfa þar sem stuttur texti er frekar lesinn. Listasýningin opnaði á laugardag og 70 manns mættu á opnunina. Auður fór á Hvolsvöll á fimmtudag og var með vinnustofu kennara og fékk mjög góðar móttökur. Núna eru tveir jafningjafræðarar á Egilsstöðum með fyrirlestra, Sólveig Rós og Rósa Guðný og þær eru þar með sjö fyrirlestra. Á fimmtudag verður umræðufundur. Trans Ísland verður með opið hús á morgun miðvikudag en fyrir umræðufund á fimmtudag verður Sigga með Trans Unglingar viðburð.
Kitty mun stýra fundinum á fimmtudag og það verður svipað fyrirkomulag og á Hallveigarstíg. Hilmar veltir því fyrir sér hvort það sé ráðlegt að hafa fundinn tvískiptan en stjórn telur best að hafa fyrirkomulagið sem einfaldast. Auður er að athuga möguleikann á að stríma fundi á vefsíðunni, annars er skype góð lausn. Svo er fundurinn á laugardag.

3. 12.10-­12.15 Alm. félagsstarf: Fundir framundan

Félagsfundur er ræddur. María stingur upp á annarri tækni en skype til að streama fundinum og ákveðið er að Auður muni skoða möguleikana. En varðandi laugardagsfund, spurning hversu vel við erum peppuð í hann og hvort við ættum að hittast klukkutíma fyrir fund til að undirbúa okkur. Við munum þurfa allavega að ræða okkur saman við Björgu.

4. 12.15-­12.25 Íþróttir/fræðsla: Heimsókn frá Styrmi

Jón Þór og Pétur mæta til fundar. Auður reifar ÍSÍ málið og segir frá því þegar þau hringdu á föstudag og óskuðu eftir fundi til að geta breinstormað um hvað best væri að gera. Auður ræddi við Ragnhildi Skúladóttur símleiðis og þau vilja endilega gera eitthvað. Pétur bendir á að það þurfi tilbúið fræðsluefni og þau þurfi sjálf að leggja línuna. Ragnheiður og Auður ræddu möguleika á að gera plaköt og fara í herferð og sækja pening í lýðheilsusjóð. Hilmar veltir fyrir sér hvort hægt væri að fá hinsegin fólk í íþróttum til að taka þátt. Einnig væri hægt að fá stuðningsfólk, fólk sem er ofarlega á baugi í íþróttunum. Ásthildur bendir á mikilvægi þess að þjálfarar fái fræðslu en hún hefur sjálf lent í allskonar þjálfurum og ekki endilega talið sig örugga um ræða sína kynhneigð enda mætast hinir ýmsu menningarheimar í íþróttaheiminum. Þá skiptir máli að hreyfingin sé með stefnu. Jón Þór talaði við Líney á mánudaginn en hún er framkvæmdastjórinn. Hún er mjög opin og sagði að þau hefðu haft þetta á borðinu lengi en þetta hefði ekki farið af stað. Hún var mjög glöð með að það væri vilji fyrir samstarfi af okkar hálfu. Auður leggur til að næsta skref verði hádegisfundur með þeim 15. apríl nk. og mun tilkynna þeim það. Rædd um verð; skólar eru að borga 20­30 þúsund fyrir fyrirlestra sem eru núþegar tilbúnir, en ef það þarf að gera fyrirlestur frá grunni þá er það dýrara.

Jón Þór og Pétur benda á að Styrmir er að dala mikið og starfsemin er lítil þar sem fólk er komið inn í almenn íþróttafélög. Sundhreyfingin í Styrmi er farin að taka þátt á mótum. Málin virðast því að miklu leyti vera að þokast í rétta átt. Ekki virðist vera mikil þörf fyrir Styrmi nema þá sem félagslegt batterí. Auður bendir á að kórinn sé mjög fjölmennur og Jón Þór veltir því upp hvort þetta gangi ekki í bylgjum eins og svo margt annað. Hilmar bendir á að þó að öllum lagalegum markmiðum væri náð þá væri enn þörf fyrir svona starfsemi fyrir tenglsanetið.

María Helga spyr hvort trans fólk hafi tekið þátt í Styrmi og þeir svara því að mikið af trans fólki hefur tekið þátt í blakinu. María bendir á hvað áherslan hjá fjölmiðlum til dæmis hefur bara verið á samkynhneigða og það virðist ekkert duga til að benda á það aftur og aftur að um sé að ræða hinsegin fólk, ekki bara samkynhneigða. Það þarf að gera heilan hluta af vefsíðu ÍSÍ með upplýsingum umfordóma og fræðslu en þetta eru stór vandamál. María hefur áhyggjur af því að samvinnan gæti snúist upp í fallega ímyndarherferð sem muni bara snúa að kynhneigð en skrefið verði ekki stigið í rætur að kynjakerfinu. Það eru nú þegar til góðar reglur hjá alþjóðasambandinu erlendis. Nú þegar hefur komið upp mál varðandi suðurafrískan hlaupara sem er intersex og var tekin í mjög niðurlægjandi litningapróf. Þetta er náskylt klósettparanojunni sem verið er að uppræta erlendis og þarf að fyrirbyggja að ryðji sér til rúms hér.

María, Auður og Ásthildur munu fara á fundinn ásamt Jóni og Pétri föstudagin fimmtánda. Ásthildur minnist á mikilvægi þess að gera ítarlegt fræðsluefni sem þarf að fara í þjálfaraefnið, þar sem algjör skortur er á fræðslu um hinsegin málefni. Það er samkynhneigð stelpa í íþróttafræði í HÍ sem er að beita sér fyrir þessum fræðslumálum sem er með fræðslu á eigin vegum. Gott væri að fara í samstarf við íþróttafræðina í HR og HÍ og að það væri partur af fræðsluteyminu héðan. María leggur til að haft verði samband við hana til að nýta hennar þekkingu. Hilmar rifjar upp drenginn frá Búðardal sem var með jútjúbsenseisjon og hvað það væri mikil búbót að fá hann til dæmis í jafningjafræðsluna. Þá er það neglt að fundurinn verði haldinn þennan föstudag. Jón Þór og Pétur yfirgefa fundinn.

5. 12.25-­12.30 Upplýsingamál/fræðsla: Hugrakkasti riddarinn

Við erum með þessa mynd en ekki byrjuð að dreifa henni. Við frumsýndum hana um daginn en ekki hefur verið annað gert. Þjóðarbókhlaðan vill sýna hana á opnu húsi á sumardaginn fyrsta en þá er riddaradagur. María leggur til að hún fari á netið þann daginn svo hægt verði að setja hana þá á netið. Auður leggur til að hún verði líka sýnd í skólum á sama tíma. Ákveðið er að gera uppkast að áætlun um þetta mál fyrir næsta fund. Auður mun hafa samband við menntamálaráðuneytið og borgina.

6. 12.30­-12.35 Fjármál/upplýsingamál: Myndbönd og félagasöfnun

Við höfum fengið 6 milljónir frá ríkinu sem er sama upphæð og í fyrra en við sóttum um 20 milljónir. Auður er að hugleiða að greina frá því í fréttabréfinu. Í fyrra sóttum við um 10 milljónir og ekki var nándar lagt jafn mikið upp úr umsókninni og í ár sem sama upphæð barst. Við höfum fengið skjal til undirritunar.

7. 12.35-­12.40 Alm. félagsstarf/fjármál: Styrkjamál og ráðningar

Við ættum að geta ráðið manneskju í 50% fræðslustarf frá byrjun ágúst sem myndi létta álagið af Auði. Fræðslan sem við erum að sinna núna er að koma til okkar af fyrra bragði svo ef hún væri auglýst þá myndi eftirspurnin að öllum líkindum aukast gífurlega. Starfið yrði auglýst til umsóknar. Auður sér fram á skilyrði að viðkomandi hafi a.m.k. klárað það sem samsvarar einu ári í háskóla svo fólk sem er í
námi geti tekið þetta að sér. Heiður og Auður munu funda um þetta fjárhagslega séð.
Það er orðið brýnt að funda um fjármál. Hilmar leggur til hádegisfund í næstu viku.

8. 12.40-­12.45 Önnur mál

Við fengum tvær milljónir í samstarfi við Tabú og Trans Ísland til að halda ráðstefnu. Trans Ísland sendi umsóknina svo líklega fer fjármagnið beint til Trans Íslands en hluti af því mun fara í ráðstefnuna.

Fundi slitið 13:10

Leave a Reply