Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2019

By 2. maí, 2019apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Rúnar Þórir Ingólfsson, Rósanna Andrésdóttir, Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri), Edda Sigurðardóttir (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Sigurður Júlíus Guðmundsson

Ritari: Daníel E. Arnarsson
Fundur settur: 19.38

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Stjórn les yfir fundargerð í sameiningu og er hún samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum.

2. Staðan á vinnuhópum

Nokkrir vinnuhópar eru starfandi hjá Samtökunum. Fyrst ber að nefna hóp um hælisleitendur og flóttafólk, vinnuhópurinn hefur fundað tvisvar sinnum síðan að hópurinn var skipaður á síðasta fundi.
Fjáröflunarnefnd: Einn fundur – ýmsar hugmyndir að fjáröflun ræddar. Daníel, Sjúlli, Edda, Viima líka boðið sig fram í nefndina.
HAGÓ-hópur: Aðgerðaráætlun nær tilbúin frá nefnd, lögð fyrir félagsfund á laugardaginn. Í kjölfar þessarar áætlunar vill stjórn taka næst á verklagsreglum fyrir hagsmunafélög sem tekur þá mið af þessari aðgerðaráætlun ásamt fleiri þáttum, t.d. fjárhagsáætlun, skráningu hjá RSK og endurskoðun ársreikninga.

3. Félagsfundur 25. maí

Kynning: Þorbjörg
Þarfagreining, fjármál og fjáröflun: Daníel
Helstu verkefni + frumvarp: Þorbjörg
HAGÓ: Unnsteinn
Bulsur og pylsur og meðlæti

4. ILGA Europe í Prag

Árleg ráðstefna ILGA Europe verður haldin dagana í Prag 23.-27. október 2019. Tillaga þess efnis að senda formann, alþjóðafulltrúa, framkvæmdastjóra og fræðslustýru á ráðstefnuna.

5. Stonewall dagurinn

Stonewall dagurinn er 28. júní. Þorbjörg, Agnes og Viima hafa áhuga á að halda fræðsluviðburð um Stonewall. Fleiri hugmyndir að gjörningum eru í burðarliðnum. Sjúlli og Unnsteinn sýna áhuga á því að taka þátt í skipulagi dagsins og munu stofna samráðsvettvang.

6. Afmælisrit

Afmælisritið stendur vel undir ritstjórn Hafdísar Erlu. Haldnir eru reglulegir ritstjórnarfundir og efni að berast í blaðið. Samstarf gengur vel. Gert er ráð fyrir útgáfu haustið 2019.

7. Hinsegin dagar

Stjórn veitir Hinsegin dögum afnot af húsnæðinu að Suðurgötu undir fræðsluviðburði.

8. Ísafjarðarferð

Ráðgjafi Samtakanna, Sigga Birna, mun vera á Ísafirði undir lok mánaðar og halda ráðgjöf fyrir Ísfirðinga ásamt því að halda fræðslu með starfsfólki félagsþjónustunnar. Möguleiki var á að halda opna fræðslu en ákveðið var að bíða með það þar til síðar.

9. Frumvarp um kynrænt sjálfræði

Formaður og framkvæmdastjóri sátu fund með bæði fangelsismálastofnun og trans teymum BUGL og Landspítalans í vikunni. Rætt hefur verið við þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd.

10. Önnur mál

Trúnaðarmál – fært í trúnaðarbók

Fundi slitið: 21.44

Leave a Reply