Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2020

By 11. maí, 2020júní 8th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Unnsteinn, Bjarndís, Rósanna, Edda, Marion, Andrean, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs)
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 16.33

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt.

2. BUGL, staðan

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu mála.

3. Öruggara rými, stefna

Vinnuhópur er að störfum og miðar áfram. Þetta verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

4. Flýtivísir fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Framkvæmdastjóri óskar eftir samþykki stjórnar til þess að fara í viðræður við Hrafn Sævars um vinnu/útgáfu á flýtivísi sem hann hefur gert fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Stjórn samþykkir einróma.

5. Félagsfundur

Stjórn ræðir tímasetningu félagsfundar í ljósi afléttinga takmarkana og hvernig megi tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna. Stefnt er á að halda félagsfund í seinni hluta júní (27. júní). Rósanna, Unnsteinn og Bjarndís taka að sér að halda utan um skipulagningu.

6. Afmælisrit

Formaður upplýsir stjórn um stöðu afmælisrits, en það er nú í uppsetningu. Útgáfudagsetnig rædd, stefnt á félagsfund í júní.

7. Önnur mál

Engin önnur mál.

8. Gestur

Stjórn tekur á móti góðum gesti.

Fundi slitið: 21:00