Skip to main content
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2021

By 27. maí, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Ólafur Alex, Agnes, Þórhildur, Tótla (fræðslustýra), Daníel (framkvæmdastjóri) og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Samvinnuverkefni í fjarveru ritara
Fundur settur: 16:53

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt.

2. Yfirlit yfir Regnbogakortið

Daníel fer yfir niðurstöðurnar á Regnbogakortinu 2021 þar sem Ísland stóð í stað í 14. sæti. Það eru nokkrir hlutir á yfirlitinu sem við munum óska eftir því að verði breytt þar sem við teljum að við höfum á a.m.k. einum stað ekki fengið punkt þar sem við hefðum átt að fá.

Daníel hefur gert samantekt yfir það sem okkur vantar upp á í Regnbogakortinu í heildina og er þar sumt sem ætti að vera vel geranlegt á meðan annað þarf talsvert meiri vinnu.

Daníel og Þorbjörg funduðu með Jafnréttisstofu sem voru líka ósátt með frammistöðu Íslands á Regnbogakortinu þetta árið og ræddu hvernig mætti bæta þetta í framtíðinni.

3. Félagsfundur

Félagsfundur að vori verður haldin í Norræna húsinu 29. maí 2021 kl. 14:00. Eftir fund verður Eikynhneigðraspjall og svo um kvöldið verður hittingur á Skúla Craft Bar kl. 19:00 fyrir áhugasama.

4. Samfélagsmiðlastefna

Daníel fer yfir punktana sem eru komnir í samfélagsmiðlastefnu S78. Stefnan er á góðri leið og eru komin t.d. grunngildi varðandi samskipti á samfélagsmiðlum og það sem við setjum út frá okkur, skemu fyrir Facebook viðburði o.s.frv.

5. Fundaplan fram á haust

Ákveðið að fresta vegna þess hversu fáir eru á fundinum og erfitt að ákveða um næstu skref.
Það eru flestir til í fimmtudaga sem áframhaldandi fundardaga.

6. Outreach plan

Plan um hvernig við getum náð betur til 35+ félagsfólks og hinsegin fólks almennt.

7. Heiðursmerki S78

Fyrri stjórn hafði samþykkt að veita Jóhönnu Sigurðardóttir heiðursmerki félagsins og búið var að ræða þetta við Jóhönnu en svo kom COVID. Við viljum gera þessu hátt undir höfði og stað- og tímasetja þetta þannig að við fáum sæmilega athygli út á þetta.

Móttakan verður 27. júní 2021, á 25 ára afmæli staðfestrar samvistar. Möguleg staðsetning væri Vinnustofa Kjarvals. Það þarf að athuga með hjólastólaaðgengi þar.

8. Önnur mál

a) Staðan á fræðslunni
Tótla segir frá vinnunni sinni sem fræðslustýra. Það er mikið álag, allir að vinna upp eftir COVID og reyna að koma fræðslunni inn fyrir sumarfrí. Takturinn hjá skólunum að breytast, meira um krísustjórnun sem tengist erfiðum málum í skólakerfinu og skólarnir duglegir að leita til S78 til að fá hjálp með það.

Dagarnir hjá Tótlu núna eru ca. fjórar fræðslur á dag og við það bætist svo kannski klst. fyrir og eftir fræðslur í samtal við kennara og börn í skólunum.

Fræðslan er í rauninni sprungin og meiri eftirspurn en Tótla getur annað. Rætt að bæta við verktökum sem geta tekið fræðslur svo Tótla sé ekki að drukkna og Tótla segir draumastöðuna að bæta við a.m.k. tveimur einstaklingum sem hún gæti þjálfað til að taka fræðslur.

b) Framkvæmdir á Suðurgötu
Daníel ræddi stöðu framkvæmda.