Skip to main content
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2022

By 5. maí, 2022september 21st, 2022No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Óli Alex, Agnes, Mars, Þórhildur, Vera, Daníel (framkv.stj.)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 18:21

1. Ein saga, eitt skref

Bjarndís kynnir stjórn stöðuna á verkefninu „Ein saga, eitt skref“. Afrakstur vinnunnar hingað til verður kynnt í Skálholti 25. júní nk. Stjórn ræðir mögulegt framhald á verkefninu.

2. Regnbogakortið

Daníel kynnir stjórn stöðu Íslands á Regnbogakortinu.

3. Fjárhagsstaða

Daníel fer yfir fjárhagsstöðu Samtakanna. Hann hefur ekki áhyggjur af fjárhagsstöðunni. Stjórn styður viðræður um laun nýs starfsmanns.

4. Oslóarferð

Stjórn ræðir ferð á ráðstefnu til Oslóar síðar í mánuðinum.

5. Sumarið

Daníel fer yfir sumarið framundan og fyrirhuguð sumarfrí starfsfólks á skrifstofu.

6. Félagsfundur og afmæli

Stjórn ræðir viðburði framundan: félagsfund 7. maí nk. og 44 ára afmælisveislu Samtakanna 9. maí.

7. Önnur mál

Stjórn ræðir málþing um kynhlutlaust mál 30. apríl sl.

Fundi slitið: 19:01.