Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2023

By 26. apríl, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Daníel (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:08.

1. Undirskriftalisti til stuðnings Samtakanna ‘78

Hópur homma og lesbía sendi nýverið frá sér undirskriftalista með nær þrjú hundruð nöfnum til stuðnings Samtökunum ‘78 og gegn málflutningi Samtakanna 22. Stjórn Samtakanna ‘78 er afar þakklát sýndum stuðningi, sem sýnir greinilega að Samtökin ‘78 njóta stuðnings og velvildar samkynheigðra ekki síður en annars hinsegin fólks.

2. Herferð um sýnileika í íþróttum

Bjarndís og Daníel kynna hugmynd um herferð um sýnileika hinsegin fólks í íþróttum. Afreksfólk í íþróttum og annað fólk tengt íþróttahreyfingunni yrði fengið í myndatöku og myndum dreift á samfélagsmiðlum og . Stjórn samþykkir og vísar til skrifstofu.

3. Starfsdagur skrifstofu

Daníel fer yfir árangur af starfsdegi skrifstofu sem haldinn var nýverið. Dagurinn var árangursríkur og verða í kjölfarið gerðar breytingar á ýmsu verklagi o.fl.

4. Gleðigangan

Hugmynd kom upp hjá skrifstofu hvort stjórn taki ábyrgð á framlagi Samtakanna í Gleðigöngunni í ár. Stjórn er samþykk því og að félagaráð verði fengið til liðssinni. Kristmundur og Jóhannes taka að sér málið í stjórn ásamt Hrönn úr félagaráði.

5. Reykjavíkurmaraþon og Menningarnótt

Daníel kynnir hugmyndir um að auka sýnileika Samtakanna í fjáröflun í aðdraganda Reykjavíkurmaraþons 2023 og skipuleggja aðkomu Samtakanna að hlaupinu betur. Stjórn ræðir og samþykkir að taka þátt í skipulagningu. Vera tekur að sér málið í stjórn.

Stjórn ræðir einnig mögulegan viðburð á Menningarnótt í Reykjavík.

6. Hatursfull ummæli á netinu

Stjórn ræðir hvernig bregðast eigi við hatursfullum ummælum um hinsegin fólk á netinu, hvort kæra eigi slík ummæli eður ei, og verklag vegna mögulegra viðbragða. Þorbjörg er að skoða málið á skrifstofu og stjórn fagnar því.

7. Samfélagsmiðlastefna

Stjórn fer yfir nýja samfélagsmiðlastefnu Samtakanna ‘78. Stjórn lýsir ánægju með stefnuna.

8. Samhristingur með Hinsegin dögum

Hittingur stjórnar með stjórn Hinsegin daga er fyrirhugaður laugardaginn 6. maí. Stjórn hlakkar til.

9. Næsti stjórnarfundur

Næsta stjórnarfund samkvæmt áætlun ber upp á sama dag og IDAHOT. 16. maí verður fyrir valinu í staðinn.

10. Önnur mál

Daníel kynnir stjórn að dag- og staðsetning sé komin á norrænu hinsegin ráðstefnuna, 25.-27. september á Grand Hótel í Reykjavík. Vinna að skipulagningu fer fram með forsætisráðuneytinu og NIKK.
Daníel biður um heimild stjórnar til að skoða húsnæði í Bankastræti. Stjórn samþykkir.

11. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð er lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið: 18:17.