Skip to main content
FundargerðirStjórn

4. Stjórnarfundur 2024

By 22. apríl, 2024maí 14th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnafulltrúi félagaráðs), Bergrún (starfandi framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:35

1. Félagaráð og nýr áheyrnafulltrúi
Félagaráð hefur haldið fyrsta fund sinn og valið sér áheyrnafulltrúa, Sigríði Ösp. Stjórn býður hana velkomna á fundinn. Bjarndís fer yfir fund félagaráðs og það sem þar var rætt. Stjórn ræðir hlutverk félagaráðs og verkefni, en stjórn vill gjarnan aukið samstarf við félagaráð, sem og að ráðið fái aukið og skýrara hlutverk í starfi Samtakanna.

2. Fræðslustarf
Bjarndís fer yfir stöðu fræðslumála, og stjórn ræðir verkefni og starfslýsingu fræðslustjóra, sem og verkefnastjóra hinsegin vottunar.

3. Eftirfylgni með lyfjagjöf trans fólks
Jóhannes ræðir eftirfylgni með lyfjagjöf trans fólks á heilsugæslu. Erfiðlega getur gengið að fá heilsugæslulækna til að endurnýja lyfseðla trans fólks. Jóhannes hefur skrifað grein um efnið sem hann hyggst deila með stjórn. Stjórn ræðir.

4. Félagsfundur
Ákveða þarf dagsetningu og dagskrá félagsfundar að vori í maí. Hannes stingur upp á pallborði um inngildingu í tengslum við félagsfund. Félagaráð komi að skipulagningu þess. Stjórn ræðir og samþykkir að vísa málinu áfram til félagaráðs.

5. Erindi frá Hinsegin heift
Stjórn ræðir erindi sem Samtökunum barst frá hópnum Hinsegin heift og þegar hefur verið til umræðu á Slack. Stjórn samþykkir að setja ekki nafn Samtakanna við erindið að svo stöddu.

6. Starfsmannamál
Bergrún segir stjórn frá nýjum ráðgjafa sem er að hefja störf. Stjórn fagnar því. Daníel, framkvæmdastjóri, er í veikindaleyfi. Stjórn ræðir mál tengd starfi framkvæmdastjóra og fyrirhugaða ráðningu nýrrar manneskju í það starf.

7. Hinsegin prom
Stjórn er boðið á Hinsegin prom félagsmiðstöðvar. Frekari upplýsingar verða sendar á netinu.

8. Vinnudagur stjórnar og starfsfólks
Vinnudagur stjórnar og starfsfólks verður 14. maí. Dagskrá berst síðar.

9. Jafnréttisþing
Jafnréttisþing er 25. maí. Samtökin taka þátt að venju, nú með málstofu um kyntjáningu. Stjórn ræðir.

Fundi slitið: 16:57