Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Örn Danival Kristjánsson
Fjarverandi: Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK)
Fundur settur: 20:09
1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt
2. Fréttir úr starfinu
-
Árni Grétar kominn heim, stjórn býður hann velkominn. Einnig þakkar hún Gulla kærlega fyrir mjög vel unnin störf.
-
ÁG segir frá sýningu sem verður í ágúst: samstarf S78, Hinsegin daga og Þjóðminjasafnsins. ÁG, Eva María og Þorvaldur Kristins eru að vinna í þessu.
-
Ráðgjafar stefna á fund, vinna að plaggi til að sækja um styrki.
3. SAMTAKAMÁTTURINN
-
APS er að vinna í þessum málum, þarf að fara að fara að negla niður fólk til að tala/koma fram.
-
Ugla ætlar að mæta með sjö manneskjur sem verða á landinu vegna hinseginbúða.
-
ÁG og APS munu taka spjall til að koma ÁG betur inn í málin.
-
Auður Magga er búin að setja inn skjal á Facebook varðandi úthringingar í félaga S78, sem verður framkvæmt í næstu viku. Því mun fylgja ‘handrit’.
-
Villi spyr um kostnaðaráætlun. APS segir hana vera í mótun, einhverjar forsendur hafa breyst. Villi bendir á að fá símkort gefins, biðja um styrki og gjafir.
-
Mikilvægt að allir taki þátt og hjálpi við að pósta viðburðinum á Facebook.
-
SAS spyr með niðurstöður fundarins, hvort eigi ekki að setja fram niðurstöður á skemmtilegan hátt og kynna fyrir fólki og sérstaklega félagsmönnum. Það er tekið vel í það en á eftir að útfæra.
-
Villi leggur til að kanna hvort möguleiki sé fyrir heilsíðu auglýsingu daginn fyrir eða sama dag og Samtakamátturinn á að vera, fá styrk fyrir því.
-
ÁG spyr hvort verði fleiri tungumál en enska og táknmál. T.d. tælenska og/eða pólska. Fríða veltir fyrir sér hvort hægt sé að biðja félagsmenn Styrmis um að þýða yfir á tælensku, jafnvel biðja Radek um að þýða yfir á pólsku.
-
ÁG spyr hvort sé búið að auglýsa inn á ‘Hinsegin útlendingar’ síðunni. Hann ætlar að skoða það mál.
-
SAS spyr hvort megi bæta við á auglýsingu viðburðarins að það sé hjólastólaaðgengi, það verður athugað og græjað.
-
Gunni ætlar að tala við Silju Hlín varðandi táknmálstúlk.
-
Villi ræðir ballið. Iðnó ekki laust. Aðrir salir ræddir, t.d. Skuggabarinn, Iðusali. ÁG spyr hvort megi ekki breyta hugmyndinni og hafa þetta fyrr, á öðruvísi stað (meira kokteilboð, minna ball). Umræða um að bjóða upp á drykki um kvöldið, fyrstir koma fyrstir fá. Villi ætlar að athuga mismunandi sali. ÁG spyr um Götuleikhúsið og bendir á möguleika með að fá þau til að koma fram.
4. Samstarf við Úganda
-
Fundurinn við Köshu ræddur. APS ræðir möguleikann á því að S78 sjá um styrkja/fjáröflun fyrir þau. ÁG ætlar að heyra í Amnesty varðandi okkar stöðu í þessu. APS minnir á að þetta þurfi að gera fljótlega á meðan heimsókn hennar er fersk í minnum fólks.
-
Spurningar varðandi það að flytja peningana út, Villi ræðir möguleikan á því að fá banka með í samstarf. APS bendir á að ræða fyrst við Köshu og fá frekari upplýsingar, svo má tala við banka um samstarf og samvinnu. Siggi ræðir möguleikan á því að nota Paypal. ÁG mun hafa samband við Köshu, APS verður með í þeim samskiptum.
-
APS leggur fram spurningu um að finna leiðir til að halda sambandi við Köshu og hennar samtök sem fara ekki í gegnum Facebook. Siggi ræðir möguleikan á spjallborði inn á Google Mail.
-
Stjórnarmeðlimir og ÁG munu bæta Köshu á Facebook, í gegnum APS. Samskipti munu vera þar til að byrja með.
-
APS ræðir verkefnið sem var rætt um við Köshu, þ.e. að styrkja við útgáfu á tímariti/upplýsingariti um hinsegin fólk. Svar við ‘Rolling Stone’ útgáfunum í Úganda. Þróunarsamvinnustofnun er til í verkefni með Köshu. APS mun athuga þessi mál í utanríkisráðuneytinu. APS segir það borðleggjandi að halda út í þetta verkefni, allt sem mælir með því. APS mun fá fund með Þróunarsamvinnustofnuninni, og fara ásamt ÁG og jafnvel fulltrúa úr aþjóðanefnd.
5. IDAHO – alþjóðadagur gegn hómófóbíu og transfóbíu 17. maí
-
Villi fór á fund með BNA sendiráðinu varðandi IDAHO. Hitti Paul Cunningham sem er menningarfulltrúi sendiráðsins.Talaði um að lönd í svipaðri stöðu og Ísl. væru meira að beina sjónum á önnur lönd sem standa mjög illa varðandi réttindi hinsegin fólks. Villi ræðir heimasíðu IDAHO sem er stútfull af lifandi og mikilvægum upplýsingum.
-
Paul var einnig búinn að hafa samband við Bíó Paradís varðandi það að halda hinsegin bíóhátíð. Hugmynd um að sýna einhverja mynd 17. maí í tengslum við IDAHO. BNA sendiráðið mun skoða möguleika á þessu og kanna sýningarrétt og kostnað, en þó er ansi stuttur fyrirvari.
-
Villi ræðir möguleikann á því að tengja samstarf okkar við Úganda einnig við BNA sendiráðin, hér og í Úganda. APS bendir á að halda okkar verkefni við íslensk stjórnvöld og samtök.
-
ÁG talar um regnbogafána á Höfn í Hornafirði. Myndatökur og að fá fréttir út á þetta og tengja við stöðuna í Úganda. APS bendir á að við munum biðja Rvkborg um að flagga 1. júni, megi spara það. Spurning um að skoða frekar menntamálaráðuneyti, fá að flagga þar, fá ráðherra til að taka þátt. ÁG biður Uglu um að senda fyrirspurn á menntamálaráðuneytið fyrir hönd S78 og taka þátt í þessum degi.
6. Mannréttindaviðurkenning S78
-
APS ræðir hvort mætti fá umboð til þess að tala við mögulega nefndarmenn.
-
Fundarmenn samþykkja.
7. Starfsmannamál
-
APS ræðir fundi sína við Uglu og Gulla. Ugla hefur áhuga á því að halda starfi sínu næsta haust og S78 sömuleiðis. APS mun ræða þetta betur við Uglu, í samráði við ÁG varðandi hvenær hún byrjar aftur í vinnu eftir sumarið.
-
APS spurði einnig hvort Ugla væri tilbúin að taka að sér verkefni í sumar, að semja/útfæra fræðsluefni. Fræðslunefnd í startholunum með slíka vinnslu og þarf að sækja styrki fyrir slíkt.
-
ÁG tekur fræðsluna í sumar, ef óskað er
eftir henni. -
APS ræðir hugmynd stjórnar um eins konar vikulega dagbók/skýrslu starfsfólks, að stjórnin hafi betri yfirsýn og hægt sé að rökstyðja beiðni um styrkhækkun. ÁG líst vel á.
-
Villi bendir á að nefndir/starfshópar eigi að vera duglega að sækja í sjóði og styrki.
8. Önnur mál
a. Erindi frá Hinsegin í kristi
-
APS og ÁG munu skoða erindi og þetta mál betur og vonandi afgreiða málið fljótlega.
-
APS bauð Grétari frá HíK að S78 myndu auglýsa viðburð á þeirra vegum.
-
APS leggur til að við auglýsum þeirra viðburð samhliða okkar í tengslum við IDAHO.
b. Erindi frá bandarískum staðgöngumæðrunarsamtökum
-
Fundarmenn velta fyrir sér hvað skal gera við erindið. APS veltir fram hvort S78 séu ekki að taka afstöðu með því að auglýsa viðburðinn.
-
Einnig umræður um hvort erindið eigi rétt á sér þegar litið er til laga á Íslandi.
-
Lagt til að auglýsa ekki í gegnum S78, benda þessum samtökum á Staðgöngu. Einnig rætt að svara fyrirspurnum sem koma á S78 með því að benda á íslensk lög og svo upplýsingar hjá Staðgöngu. ÁG mun svara þeim.
c. Fjölmenningardagur
-
Siggi benti á daginn. Skrúðganga kl.13 frá Hallgrímskirkju. APS leggur til að setja inn á Facebook hóp stjórnar og trúnaðarráðs og svo auglýsa inn á Facebooksíðu, hvetja alla til að mæta með regnbogafána. Hittast hjá Hallgrímskirkju, gera þetta einfalt og skemmtilegt.
d. Martin, hinsegin hælisleitandi frá Nígeríu
-
ÁG búinn að senda Martin póst um að hittast. Hann mun koma öðru hvoru meginn við helgina á fund. ÁG einnig búinn að ræða við Katrínu Odds.
-
Rætt um að skoða málin vel og vandlega. Möguleikar hans á góð kjör á Ítalíu eru litlir. Viljum skoða þetta betur og styðja við Martin eins vel og hægt er.
-
Rætt um að kynna okkur málefni hinsegin hælisleitanda betur, vera betur upplýst og viðbúin í næsta máli. Villi leggur til að þetta fari í lögfræðihópinn.
e. Skráning í EES gagnagrunn
-
Villi bendir á gagngrunn hjá EES varðandi mismunandi möguleika um verkefni og styrki. S78 geta skráð sig þangað og hugsanlega fengið mörg verkefni.
-
ÁG mun skrá S78 í þennan gagnagrunn.
f. Ungliðarnir
-
Villi og APS munu ræða við Jón Gnarr á væntanlegum fundi varðandi það að styrkja eða koma ungliðahópnum okkar undir ÍTR, eða fá formlegan stuðning frá Rvk.borg.
g. Trúnaðarmál
h. Eurovision
-
Fríða spyr hvort einhver geti mannað barinn á þriðjudag og fimmtudag.
-
SAS mannar á þriðjudaginn, Fríða á fimmtudaginn. Fríða skipuleggur.
-
Þarf að fá netlykil frá Símanum til að koma streymi á RÚV.
-
ÁG mun sjá um að auglýsa viðburðinn.
i. Kvikmyndahátíð
-
Rætt um að stefna að hinsegin kvikmyndahátíð, jafnvel í haust.
-
ÁG segir frá því að talað var um hugsanlegan hinsegin kvikmyndaklúbb, einu sinni í mánuði, sem myndi þó byrja með lítilli hátíð til að koma boltanum af stað. SAS segir frá óformlegum hinsegin bíóklúbbi, sem hún mun koma ÁG í samband við.
Fundi slitið: 22.17
Næsti fundur verður: 22.05.2013 kl. 20.00, og svo strax í vikunni þar á eftir 29.05.2013.
Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir