Skip to main content
search
FundargerðirTrúnaðarráð

5/9 2017 Annar fundur trúnaðarráðs 2017-2018

By 5. september, 2017maí 24th, 2020No Comments

Trúnaðarráð Samtakanna '78

Starfsárið 2017 – 2018

2. fundur

Mætt eru Reynir Þór Eggertsson (Skype), Marion Lerner, Andrés Peláez, Ingileif Friðriksdóttir (sími), Sigríður J. Valdimarsdóttir, Brynjar Benediktsson, Guðný Guðnadóttir

Fundur settur 17.55

1. Kjör formanns trúnaðarráðs í stað Reynis Þórs

Reynir er fluttur til Finnlands og getur ekki sinnt formannshlutverkinu sem skyldi. Því leggur hann til að ráðið kjósi sér nýjan formann í hans stað. Reynir vill þó sitja áfram í trúnaðarráði.

Ingileif Friðriksdóttir sýnir áhuga á framboði og er hún kjörin nýr formaður trúnaðarráðs með öllum greiddum atkvæðum.

2. Fimmtudagskvöld

Umræður um að trúnaðarráð taki að sér að manna þónokkra fimmtudagsviðburði og var vel tekið í það.

3. Jafnréttis- og umhverfisstefna

Samþykkt að trúnaðarráð sjái um að endurskoða og klára stefnuna í samráði við stjórn.

4. Jólabingó

Rætt um jólabingó, hvernig trúnaðarráð á að koma að því. Samþykkt að Andrés og Sigríður tali við viðburðarnefnd um næstu skref.

5. Önnur mál

Trúnaðarráð er sammála því að reyna að virkja hópinn betur og hittast oftar, jafnvel á óformlegum fundum.

Fundi slitið kl. 18.31

Fundargerð ritaði Daníel Arnarsson

Leave a Reply