Skip to main content
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2015

By 25. júní, 2015apríl 5th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Jósef Smári Brynhildarson ritari (JSB), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA), Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Daníel Arnarsson áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (DA).

Ár 2015, fimmtudaginn 25. júní kl. 19.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Jósef Smári Brynhildarson ritaði fundargerð.

1.Fjármál: Ríki, Reykjavíkurborg, reikningar, endurgreiðslur, minnislisti, áætlun og fjáröflun

Reykjavíkurborg

Skrifað verður undir samninga við Reykjavíkurborg þann 26. júní nk. kl. 16.00. Fulltrúar stjórnar og/eða trúnaðarráðs mæta við undirskrift.

Ríkið

Rætt hefur verið við Velferðarráðuneyti varðandi velferðarstyrk. HHM hefur verið í sambandi við Matthías Imsland aðstoðarmann ráðherra og málið er komið í ferli. Svör væntaleg næstu daga.

Lausafjárstaða og greiðsla reikninga

SDV fór yfir stöðuna. Tala þarf við Guðrúnu bókara sem fyrst, fara yfir mál og samræma aðgerðir. Lausafjárstaðan er erfið meðan fjármögnun frá hinu opinbera er í óvissu. Rætt að sækja um yfirdrátt fyrir framkvæmdum og öðrum þeim reikningum sem þarf að greiða. Samþykkt einróma að sækja um heimild upp á 2,5 m.kr.

Fjáröflun

MRK fundaði með Unnsteini formanni trúnaðarráðs. Rætt um að trúnaðarráð vinni að hugmyndum að fjáröflun, t.d. á Karolina fund. Rætt um ýmsar hugmyndir um ‘söluvarning’ fyrir Karolina fund.

2.Starfsmannamál: Uppstokkun í starfsmannahaldi og ráðning nýs framkvæmdastjóra

Rætt um næstu skref í ráðningarferli. Ferlinu seinkaði lítillega vegna vinnuferða stjórnarfólks erlendis o.fl. Starfið var auglýst þann 17. júní s.l. og þegar hafa tvær umsóknir borist. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk.

3.Suðurgata 3 (staðan, Kaupfélag Hinsegin daga o.fl.)

Rætt um stöðu framkvæmda og að hraða þeim eins og kostur er. Rætt um möguleika
Hinsegin daga á að fá inni með Kaupfélag sitt meðan á Hinsegin dögum stendur í ágúst. Frestað.

4.Möguleg þátttaka í Reykjavík Pride

Samþykkt að taka þátt í Reykjavik Pride.

5.Önnur mál

Rætt um málefni intersex fólks.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.15.

Leave a Reply