Skip to main content
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2017

By 24. maí, 2017mars 11th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Helga Baldvins- Bjarnadóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 24. maí 2017 var haldinn fundur á Stofunni kaffihúsi kl. 17:15.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17.15

1. Fundargerðir síðustu funda

Fundargerð 3. fundar samþykkt

Fundargerð 4. fundar samþykkt

2. Niðurstöður mótmæla við rússneska sendiráðið

Mótmæli við rússneska sendiráðið voru vel sótt og fengu ítarlega og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Þau virðast hafa vakið athygli almennings á ástandinu í Chechnyu og hvatt ráðamenn til aðgerða.

Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður gengur á fund 17:35

3. Forgangsröðun verkefna

Almenn umræða um forgangsröðun innan starfs Samtakanna ‘78. HBB viðrar m.a. áhyggjur vegna vinnuálags. Umræðunni verður haldið áfram utan fundar.

4. Fæðsluefni á vef

SR veitt leyfi til að breyta, bæta, endurskoða og setja inn fræðsluefni á vef félagsins. Hún mun í framhaldinu ræða við vef- og ritnefnd um framkvæmd.

5. Málþing um hatursorðræðu 31. maí

Erfitt reyndist að fá lögmenn til að flytja framsögur. Málþinginu frestað til hausts, dagsetning auglýst síðar.

6. Húsvörður – staða umsóknarferlis

Fimm umsóknir hafa borist. Viðtöl verða tekin í næstu viku.

7. Leiguverð húsnæðis

Leiguverð húsnæðisins hækkað um 10.000 krónur. Tekur gildi 25. maí.

8. Þátttaka stjórnarliða í nefndum og starfshópum innan S78

Umræður fara fram um þátttöku stjórnarliða í nefndum og starfshópum.

9. Skipan fulltrúa í starfshóp Reykjavíkurborgar um ofbeldi

SR og GSV skipuð í hópinn. Þau munu hafa samráð við ráðgjafa félagsins, starfsfólk og sjálfboðaliða eftir þörfum.

10. Framlag S78 í dagskrárrit Hinsegin daga

Sendum brot úr ræðu Maríu á mótmælunum við rússneska sendiráðið og útbúum bænaskrá til ráðamanna vegna umbóta sbr. regnbogakortið.

11. Afmælisár og afmælisrit

Ritnefnd þarf að hefja störf sem fyrst enda er minna en ár til stefnu.

Fundi slitið 19:01

Leave a Reply