Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2018

By 8. júní, 2018mars 5th, 2020No Comments

Mætt eru: Rúnar Þórir, María Helga, Brynjar Benediktsson, Sigurður Júlíus, Daníel E. (skrifstofa), Unnsteinn Jóhannsson, Ynda Gestsdóttir (gestur) og Atli Þór Fanndal (gestur).

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar Daníel E. Arnarsson

Fundur er settur kl. 15.04

1. Fundargerð 4. fundar samþykkt

Fyrsta lið fundarins er frestað þar til eftir hlé og er tekinn þá fyrir.
María Helga les fundargerð fyrir stjórnina.
Fundargerð er samþykkt samhljóða með smávægilegum orðalagsbreytingum.

2. Hinsegin dagar

Stjórn ræðir aðkomu að Hinsegin dögum, bæði hvernig Samtökin ’78 taka þátt í dagskrá þeirra sem og atriði Samtakanna í gleðigöngunni. Samtökin ’78 munu halda félagsfund í kringum hinsegin daga og er áætlað að halda fundinn á mánudeginum í Hinsegin daga vikunni, þ.e. 6. ágúst. Samtökin vonast eftir því að kynna ný drög að sjálfboðaliðastefnu fyrir Hinsegin daga og nýta sér tækifæri til að fá fleira fólk til að taka þátt með Samtökunum og virkja það með þátttöku og mögulega leggja niður áætlun um framtíð Samtakanna. Samtökin ’78 gætu nýtt sér húsnæði á vegum Hinsegin daga fyrir félagsfundinn.
Bókmenntaklúbburinn ætlar að skipuleggja sérviðburð á Hinsegin dögum. Einnig ætla Samtökin að hjálpa til við ljósmyndasýningu (sögusýningu) sem Hinsegin Dagar ætla að tileinka 40 ára afmæli Samtakanna ’78.
Hringt í Gunnlaug Braga, formann Hinsegin Daga.
Þema hátíðarinnar í ár tengist á vissan hátt 40 ára afmæli Samtakanna, hugmynd að þema er „baráttugleði“. Samtökin munu einnig koma að fræðsluviðburðum Hinsegin daga. Hinsegin dagar, líkt og fyrri ár, munu nýta sér húsnæði Samtakanna sem Hinsegin kaupfélag.

Unnsteinn mætir kl. 15.23

Gleðigönguatriði, hvert er þemað okkar? Upp hafa komið nokkrar hugmyndir. Unnsteinn bendir á að við ættum að fókusera á gleðina, afmælið, pallíettur og konfettí, hafa þetta partý. Unnsteinn er tilbúinn til að taka verkefnið að sér og mun hafa framkvæmdastjóra sér til halds og trausts.

3. Fréttir af sögusýningu

Ynda Gestsson er mætt á fund stjórnar og kynnir stöðuna á sögusýningu Samtakanna ’78 og Þjóðminjasafnsins. Búið er að skila inn textum fyrir stöðvar innan Þjóðminjasafnsins. Nú er beðið eftir að fá svör frá Þjóðminjasafninu varðandi næstu skref. Verkefninu er áframhaldið með góðum anda hjá þeim sem sinna verkefninu af hálfu Samtakanna – sem og samstarfsaðilanum.

4. Staða afmælisrits

Atli Þór Fanndal, ritstjóri, er mættur á fund stjórnar og segir frá stöðu afmælisritsins. Ritstjórnarsmiðja var haldin fyrir nokkru og er Atli ánægður með þann viðburð. Við ætlum að tala á heiðarlegum nótum og eiga gott samtal í gegnum blaðið – með fókus á hinsegin samfélagið. Atli og Ingibjörg, starfsmaður Atla, eru að funda á morgun og munu koma vinnunni í gang. Staðan er góð, nægur tími til stefnu og svipuð blöð vinnast oft hratt og örugglega. Atli mun einnig leggja áherslu á að sækja aukið fjármagn, þrátt fyrir að núverandi fjármögnunarstaða sé sterk. Atli er einnig með hugmynd að Podcasti, það er ófjármagnað en gæti gefið okkur ýmis tækifæri. Fyrstu skrefin eru að fara yfir ritstjórnarsmiðjuna og skipuleggja blaðið. Atli telur að við þurfum aðgerðir til að draga ólíka hópa, og þá fjölbreyttari, inn í starfið.

Fundarhlé í 10 mínútur

5. Ársfjórðungsuppgjör

Framkvæmdastjóri leggur niður punktstöðuyfirlit. Staðan er góð og bendir allt til þess að Samtökin ’78 séu ágætlega rekin og í takt við fjárhagsáætlun sína.

6. Starfsreglur stjórnar

Skjalið hefur verið í vinnslu í dágóðan tíma og þarf í raun umræðu innan stjórnar til að halda áfram og klára reglurnar. Stjórn les sameiginlega yfir starfsreglur stjórnar, gerir smávægilegar breytingar við þær og samþykkir að vísa þeim, ásamt siðareglum, til formanns og framkvæmdastjóra til lokaúrvinnslu.

7. Sjálfboðaliðastefna

Drög að sjálfboðaliðastefnu lögð fram. Stefnan mun fara í vinnslu og frekari þróun hjá stjórn og starfsfólki.

8. Störf alþjóðafulltrúa

Unnsteinn Jóhannsson, alþjóðafulltrúi, opnar á umræðu um almenn störf alþjóðafulltrúa. Stjórn ræðir alþjóðastarf almennt og störf alþjóðafulltrúa.

9. Önnur mál

a) Ynda Gestsson segir frá gleðitíðindum en hún hefur fengið tvo styrki nýverið tengda listum og útgáfu. Þrjár listamanneskjur hafa boðið okkur verk í tilefni af afmæli Samtakanna ’78. Veggverk verður fest utan á Suðurgötu 3, formleg afhjúpun er 23. júní. Tvennt annað listafólk hefur einnig boðist til að gefa Samtökunum listaverk og útgáfurit.
b) Hinsegin dagar verða haldnir í Swazilandi, í fyrsta skipti. All Out, alþjóðleg samtök hinsegin fólks, eru að safna myndum og kveðjum til stuðnings þeim. Stjórn tekur af sér mynd og mun senda út.

Fundi slitið 17.48

Leave a Reply