Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Rúnar Þórir Ingólfsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson
Ritari: Unnsteinn Jóhannsson
Fundur settur: 19.30
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Stjórn les yfir fundargerð í sameiningu og er hún samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum.
2. Heimsókn frá Benedikt – Að eldast hinsegin
Benedikt fer yfir sögu verkefnisins “Að eldast hinsegin” sem hófst árið 2016. Á því ári var stofnaður vinnuhópur sem leiddi til þess að Benedikt og Sirrý Sif hafa verið að sanka að sér ýmisskonar gögnum og visku. Þar á meðal hafa þau fengið hugmyndir frá Kanada, Finnlandi og Hollandi. SETA í Finnlandi er með nokkuð sterkt starf með eldra hinsegin fólki en hafa þau byggt sína vinnu á hollenskri aðferðafræði. Hún kallast Pink passway.
Fyrsta skref fyrir Samtökin ‘78 væri að reyna að búa til vettvang fyrir eldra hinsegin fólk.
3. Hugmynd um starfsmannaviðtöl
Í áframhaldandi vinnu við að gera Samtökin ´78 faglegri og að vinnuumhverfi verði gagnlegt fyrir alla var rætt um að festa fund formanns og varaformanns með framkvæmdastjóra a.m.k. einu sinni á ári. Einnig leggja áherslu á að framkvæmdastjóri haldi starfsmannaviðtal a.m.k. einu sinni á ári með starfsfólki. Þorbjörgu falið að leita leiða til formestingar.
Einnig rætt um að stjórn og starfsfólk haldi sameiginlegan vinnudag í haust.
4. Hinsegin dagar: Þema fyrir gönguatriði
Hugmyndir að þema fyrir gleðigönguna ræddar.
Setja þarf af stað Facebook-hóp og auglýsa eftir fólki til að vera með í atriðinu og til að aðstoða við að setja upp. Ákveðið að sækja um styrk hjá Hinsegin dögum í Gleðigöngupottinn.
5. Áskorun til BNA varðandi PrEP
Rædd var hugmynd um að bregðast við stöðu mála varðandi aðgengi að PrEP í Bandaríkjunum. Rætt var um að taka þetta á næsta stig og skrifa grein í nafni stjórnar þar sem farið væri yfir það almennt hvernig málin standa fyrir hinsegin fólk í Bandaríkjunum.
Tækifæri fyrir alþjóðafulltrúa til að skrifa yfirlýsingu sem gæti orðið sameiginleg með systurfélögum okkar á norðurlöndunum.
6. Stonewalldagurinn – staðan
Staðan er góð og verið er að vinna hörðum höndum að því að gera viðburðinn flottan og góðan.
7. Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi – lokayfirferð
Stjórn las skjalið yfir.
8. Önnur mál
Kynrænt sjálfræði:
Nefndarálit á frumvarpinu hafa verið birt á heimasíðu Alþingis. Meirihlutaálitið veldur miklum vonbrigðum. Opnað fyrir að halda stjórnarfund í næstu viku vegna málsins og kalla til fulltrúa frá TÍ og IÍ til að skoða aðgerðir vegna þessa.
Fundi slitið: 21.29