Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2020

By 25. maí, 2020júlí 27th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Unnsteinn, Bjarndís, Edda, Marion, Andrean, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs)

Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16.40

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt.

2. BUGL, staðan

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna. Stjórn ræðir hvaða möguleikana, framtíð trans-teymisins og hvernig stjórn geti stutt það starf. Stjórn felur framkvæmdastjóra að nálgast frekari upplýsingar um stöðu mála.

3. Öruggara rými, stefna

Stefnan er í vinnslu og verður tilbúin og borin undir stjórn á næsta stjórnarfundi.

4. Félagsfundur

Félagsfundarnefnd fundar á næstu dögum.

5. Fjáröflun

Nú hefur verið gerður samningur við Takk vegna úthringinga. Fleiri fjáröflunarverkefni rædd. Framkvæmdastjóri leitar eftir samþykki stjórnar til að fara í gang með verkefni í samvinnu við Hinsegin daga. Stjórn veitir samþykki sitt fyrir því.

6. Vefur samtakanna

Stjórn fagnar opnun nýrrar vefsíðu Samtakanna og Daníel framkvæmdastjóri fer yfir síðuna með stjórn. Stjórn þakkar Daníel fyrir þá gríðarlega miklu vinnu sem farið hefur í síðuna. Ljóst er að hún mun auðvelda aðgengi fólks að starfsemi samtakanna.

7. Húsnæðismál

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu mála á framkvæmdum. Framkvæmdir ganga að mestu vel en ákveðnar hindranir hafa komið upp sem smiðir þurfa að skoða nánar áður en tekin er ákvörðun um hvernig verkið verður klárað.

8. Samningagerð

Nú stefnir í að S78 og félagsmiðstöðin verði samningalaus um áramót. Framkvæmdastjóri fer yfir málin og framtíðin rædd.

9. Önnur mál

Andrean vekur athygli stjórnar á því hvernig Instagram og tiktok (meme, brandarar o.þ.h.) er notað til þess að auka hatursorðræðu og til þess að fá ungmenni til liðs við t.a.m. nýnasistata hreyfingar. Stjórn er sammála því að þetta sé raunverulegt vandamál sem þarf að skoða og finna leið til þess að vekja athygli á þessu.

Framkvæmdastjóri leggur til skipan á nýju listráði Samtakanna 78. Stjórn samþykkir að það verði gert.

Fundi slitið: 18:33