Skip to main content
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2021

By 24. júní, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Andrean, Ólafur Alex, Agnes, Þórhildur, Daníel (framkvæmdastjóri) og Kristín (varaáheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:48

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt með smávægilegum breytingum.

2. Helstu fréttir af skrifstofu

Framkvæmdastjóri upplýsir. Allt í toppstandi fyrir heiðursorðuviðurkenningu Jóhönnu Sigurðardóttur næsta sunnudag á Port9.
Stjórn mun vinna saman að rökstuðningi til að flytja á heiðursmerkisviðburðinum.
Fræðslan er við þolmörk og hefur framkvæmdastjóri óskað eftir frekara fjármagni til menntamálaráðherra.
Framkvæmdastjóri fer yfir fjárhagsstöðu og hugmyndir og áætlanir að fjáröflunum.
Framkvæmdir standa enn yfir á Suðurgötu og miðar nokkuð vel miðað við árstíma þar sem fólk er mikið í sumarfríi.
Sigurgeir er kominn í sumarfrí, Tótla og Daníel fara í sumarfrí á næstu vikum. Skrifstofa Samtakanna verður lokuð eina viku í júlí.

Stefnt er á að reyna að halda hinsegin félagsmiðstöð alveg opinni í júlí. Opnu húsin hafa gengið vel.

3. Afrakstur síðasta vinnufundar

Vinnufundur gekk vel en enn þarf að klára tékklista til að meta stefnu stjórnmálaflokkanna.

4. S78 á Hinsegin dögum

Upp kom hugmynd á vinnufundi að vera með þverborða með textum sem snýr að sigrum úr fortíðinni og svo með þeim sigrum sem við sjáum fyrir okkur.

Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk.

5. Mál frá Andrean

Haft var samband við Andrean frá Reykjavíkur Akademíunni vegna ERASMUS styrks. Andrean setur upplýsingar inn á SLACK svo stjórn geti tekið ákvörðun.

Önnur mál

a) Staða á Ein saga-eitt skref
b) Agnes ber upp umræðu sem skapaðist áður á SLACK.
c) Andrean kynnir hugmynd að fjáröflunarleið. Stjórn er mjög spennt yfir þessari hugmynd! Framkvæmdastjóri mun ganga beint í verkið.

Fundi slitið: 18:10