Skip to main content
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2022

By 26. maí, 2022september 21st, 2022No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Agnes, Mars, Þórhildur, Vera, Daníel (framkv.stj.), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Elliot (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:07

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur þegar verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. Takk miðlun

Daníel fer yfir stöðuna á vinnu með Takk miðlun vegna Regnbogavina. Stjórn er samþykk því að fjárfesta frekar í því starfi.

3. Fréttir frá skrifstofu

Daníel segir mikið að gera á skrifstofu og sumarfrí starfsfólks að hefjast. Bjarndís stingur upp á að skrifstofan loki allan júlí svo starfsfólk geti unnið upp vinnu.

4. Fréttir frá ungmennaráði

Elliot segir frá því að ungmennaráð sé á leið í heimsókn á BUGL með kynningu. Stjórn fagnar því.

5. Ráðstefnan – yfirferð

Stjórn ræðir ferð stjórnar og starfsfólks á samnorræna ráðstefnu í Osló í síðustu viku.

6. Trúnaðarmál 1

Trúnaðarmál rætt. Fært í trúnaðarbók.

7. Trúnaðarmál 2

Trúnaðarmál rætt. Fært í trúnaðarbók.

8. Önnur mál

Agnes segir frá kynnum sínum af tveimur konum frá samtökunum HERe frá Norður-Írlandi og mögulegt samstarf við þær.

Stjórn ræðir nýleg ummæli Orra Páls Jóhansson þingmanns Vinstri grænna um „hatursorðræðu“ í garð þingmanna og viðbrögð við henni. Bjarndís stingur upp á að Samtökin gefi út stutta grein, e.t.v með öðrum samtökum, um hugtakið hatursorðræðu. Stjórn er samþykk þessu.

Fundi slitið: 18:17.