Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2023

By 16. maí, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Alex (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Daníel (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 17:01.

1. Fundur Málfrelsis

Bjarndís og Daníel segja frá fundi félagsins Málfrelsis á Kringlukránni, þar sem Þorbjörg sat fyrir svörum um starf Samtakanna ’78. Á fundinn mætti fólk úr ýmsum áttum, flest andsnúið starfi Samtakanna. Daníel segir Samtökin ýmislegt geta lært af fundinum og þeirri umræðu sem þar skapaðist. Stjórn ræðir fundinn og almennt um ágæti þess að taka þátt í slíkum umræðum.

2. Fjárhagsstaða

Daníel fer yfir fjárhagsstöðu Samtakanna. Búið er að borga niður allar skuldir Samtakanna og yfirdrátt. Staðan mætti að öðru leyti vera betri. Daníel segir nauðsynlegt að endurhugsa fjármál Samtakanna og sækja fé til viðeigandi ráðuneyta í ljósi þjónustuhlutverks Samtakanna. Viðræður eru við ýmis fyrirtæki um fjárhagslegan stuðning.

3. Norræn ráðstefna

Allt gengur samkvæmt áætlun við undirbúning ráðstefnu norrænna hinsegin félaga í haust. Fosshótel verður hótel ráðstefnunnar. Fyrsti fundur Daníels, Bjarndísar og Tótlu um dagskrá ráðstefnunnar verður í næstu viku.

4. IDAHOT+

Stjórn fer yfir IDAHOT+-ráðstefnuna sem fór fram í Hörpu í liðinni viku. Margt áhugavert kom fram á ráðstefnunni en annað hefði mátt betur fara. Dagskráin var til að mynda mjög þétt. Stjórn ræðir lærdóm sem draga má af ráðstefnunni. Stjórn fagnar því að ráðstefnan hafi verið haldin hér á landi og lýsir ánægju yfir þátttöku forsætisráðherra og annarra ráðherra á henni, það sé jákvætt og mikilvægt tákn.

5. Viðtalsátak HIV Íslands og Samtakanna ’78

Álfur leggur til samstarfsverkefni HIV Íslands og Samtakanna ’78 um að safna frásögnum fólks af alnæmistímanum á Íslandi. Stjórn samþykkir.

6. Önnur mál

Sendinefnd á Nuuk Pride. Samtökin hafa hlotið boð fyrir eina manneskju á Nuuk Pride í Grænlandi í sumar. Álfur fer. Stjórn ræðir möguleika á að fleiri fari.

Fundi slitið: 18:14.