Skip to main content
search
FélagsfundurFundargerðir

6/10 2016 Félagsfundur

By 6. október, 2016maí 24th, 2020No Comments

Félagsfundur Samtakanna 78

Félagsfundur Samtakanna 78 var haldinn í húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 3, 6.október klukkan 20:00. Fundinn sátu 37 félagsmenn.

María Helga, formaður Samtakanna, setur fundinn. María fer yfir drög að starfsáætlun fyrir þessa sjö mánuði sem er sá tími sem núverandi stjórn er kjörin til forystu. María kynnir nefnda- og hópastarfið sem stjórn hefur verið að setja á laggirnar. Eftir að nefndirnar hafa verið kynntar verður félagsmönnum skipt niður í hópana eftir áhugasviði, svo mun starfið hefjast í kvöld og að fundi loknum kynnir hver hópur niðurstöður sínar. Eftir það verður farið í önnur mál.

1. Starfsáætlun stjórnar

Næst kynnir María starfsáætlun samtakanna.

– Í september stillti stjórn saman strengi, ræddi hlutverk og ábyrgð og opnaði fyrir samtal við félagsfólk. Enn er það samtal í gangi en búið er að funda við framkvæmda og fræðslustýrur, við jafningjafræðara, ungliða, ráðgjafa og við þá sem sjá um húsnæðið. Trúnaðarráð hefur einnig fundað nýlega og jólabingóið hefur verið planað að mestu.

– Október mun fara í að ræsa starfið en fyrsti liðurinn er þessi félagsfundur. Nú er nýafstaðinn fundur stjórnar og trúnaðarráðs, svo byrjar nefnda- og hópastarfið í kvöld. Senn líður að næstu kosningum ársins sem eru sjálfar alþingiskosningarnar og við höfum boðað fulltrúa allra hreyfinga á okkar fund þar sem félagsmenn fá tækifæri til að ræða við fulltrúa um hvernig þau geta staðið vörð um réttindi hinsegin fólks. Á döfinni er einnig fundur með fulltrúum hagsmunafélaga.

– Í nóvember verður gagnger yfirferð á félagaskrá, þess gætt að við séum með rétt netföng, símanúmer o.s.frv. svo við getum náð til félaga með sem beinustum hætti. Við ætlum að gera okkur ferð norður í land til að hitta nýkjörna hagsmunafélagið HIN – Hinsegin Norðurland á vinnufundi stjórnar á Akureyri. Í nóvember verður haldinn félagsfundur þar sem kosin verður kjörnefnd fyrir næsta aðalfund og fjárhagsáætlun lögð fyrir fundinn. Stefnt er að því að halda hann um miðjan nóvember. Þá verður líka komið á hreint hverjir sitja á þingi og þá munum við fylgja eftir frambjóðendafundinum og ræða við þingmenn um okkar hugðarefni, t.d. um réttarbætur fyrir trans og intersex fólk.

– Desember er félagsmálamánuður en þá er fyrirhugað að halda bæði jólabingó og bjóða í þorláksmessukaffi. Þá verður viðhorfskönnun send út til félagsmanna, en þar mun félagsmönnum gefast tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri, hvað það vill fá út úr aðild sinni, hvaða viðburði það vilji sækja og hverskonar þjónustu, hvað hafi gengið vel og hvað fari miður. Stjórn mun nýta niðurstöðurnar til að bæta starfið. Í kjölfarið verða lögð drög að þjóðfundi sem verður í anda Samtakamáttarins sem haldinn var fyrir nokkrum árum, en nú er tímabært að rannsaka hvernig var unnið úr niðurstöðum þess fundar og bæta það sem betur má fara.

– Í janúar heldur sú vinna áfram, en þá verður haldið þrettándaball. Þá verður kynning á niðurstöðum úr nefndum.

– Í febrúar verður þjóðfundurinn haldinn og þá verður aðalfundur formlega boðaður.

– Í mars verður aðalfundurinn svo haldinn, en þá fer einnig af stað samvinnuverkefni með Tabú og Trans Íslandi um margþætta mismunun.

Unnsteinn varaformaður félagsins ávarpar fundinn. Hann talar um vilja stjórnar til að opna samtalið meðal félagsmanna og að stjórn sé sýnileg og verk hennar uppi á borðum. Hann hvetur félagsmenn til að hafa samband við stjórn hvenær sem er þar sem stjórn er meira en tilbúin að taka við ölllum ábendingum.

María minnir á að er með opna fundartíma alla fimmtudaga og býðst fólki þá að hringja eða koma á Suðurgötuna í spjall við hana. Hún bendir á að einnig má hitta á hana eða aðra stjórnarmeðlimi hvenær sem er. Hún segir að núverandi stjórn sé mikilvægt að vera félagsfólki innan handar, og að stjórnarmeðlimir séu til í spjall um öll erindi, stór og smá.

Stjórn stendur upp og kynnir sig fyrir fundargestum og trúnaðarráð gerir hið sama.

2. Nefndir og starfshópar

Unnsteinn ávarpar nú fundinn og kynnir vinnuhópana. Stjórn hafði nú þegar gefið út útlistun á þeim en áætlað er að nýta fundinn til til að þróa hugmyndirnar áfram og bæta við þær.

Það er stefnt að því að það sé aðili í stjórn og trúnaðarráði í hverjum hópi. Þjóðfundurinn verður svo stór fundur þar sme hinseginsamfélagið í heild kemur saman þar sem bæði meðlimir samtakanna og aðrir hinsegin hópar td í framhaldsskólum og HIV Ísland sem dæmi. Þessi könnun sem verður send til félaga verður líka góður vísir að þv&iacu
te; hvaða mál þarf að ræða og tækla.

Málefni hinsegin eldri borgara þarf að setja á oddinn og ræða ítarlega. Því erum við að nýta tækifærið til að kalla saman fólk sem hefur áhuga á að sitja í slíkum starfshópi. Stefnan er tekin á að fá niðurstöður úr þeirri nefndarvinnu fyrir næsta aðalfund.

Samstöðunefndin mun sjá um praktíska umgjörð varðandi þjóðfundinn og leggja drög að viðhorfskönnun.

Félagsmálanefndin: Nú eru opin kvöld hvert fimmtudagskvöld. Gott er að hafa hóp sem aðstoðar við skipulagningu á þeim. Einnig mun sá hópur koma að skipulagningu jólabingós og þrettándaballs. Um tíma voru haldin bæði jólabingó og jólaball, tveir stórir viðburðir í desember þegar allir eru uppteknir, svo ákveðið var að dreifa álaginu og hafa frekar annan þessara stóru viðburða eftir jólin heldur en að hafa allt í desember. Einnig mun þessi hópur koma að aðstoð við galleríið.

Lagabreytinganefnd var sett í gang í maí en þar voru nokkrir félagar semm buðu sig fram, og nú býðst fleirum að vera með í því ferli. Nefndin mun halda utan um þá vinnu að taka til í lögunum og sökum fjölda áhugafólks um lagabreytingar er stefnt að því að lögin verði unnin  í nokkrum smærri hópum.

Stuðningshópur fyrir flóttafólk og hælisleitendur verður þá hópur sem er hugsaður til að veita félagslegan flóttafólki og hælisleitendum félagslegan stuðning. Hælisleitendur og flóttamenn sem hafa lítið eða takmarkað stuðningsnet. Hluti hópsins hefur líka verið að vinna í því að aðstoða hælisleitendur í samskiptum við kerfið en fjöldi einstaklinga sem þurfa slíka aðstoð hefur margfaldast. Samtal hópsins við Rauða krossinn og Reykjavíkurborg hefur leitt að sér að opinberar stofnanir eru orðnar duglegri að benda á Samtökin, en á einu ári hefur það aukist mikið.

Unnsteinn kynnir þá sem hafa skráð sig í hópa og opnar fyrir skráningu fundarmanna sem skrá sig í nefndir. Yfirlit yfir skipan og nefnda og starfshópa má nálgast hér.

3. Umræður innan starfshópa

Fundurinn skiptir sér niður í hópana sem ræðir málin næstu mínútur. Hver hópur kynnir stuttlega fyrir fundinum hvernig samtalið fór af stað og hvernig þau sjá fyrir sér framhaldið.

4. Önnur mál

Unnsteinn tilkynnir félagsmönnum að til 1.nóvember mun hann draga sig í hlé að mestu vegna álags en hann mætir fílelfdur til baka í nóvember. Að því loknu slítur hann fundinum klukkan 21:46, en spjallið heldur áfram á Suðurgötunni um það sem er á döfinni hjá félaginu.

Fundargerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir.

Leave a Reply