Skip to main content
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur 2016

By 19. apríl, 2016mars 18th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Unnsteinn Jóhannsson.
Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir.
Forföll boðuðu: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Kitty Anderson.

Ár 2016, þriðjudaginn 19.4.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundagerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir

1. 12.00-12.05 Fundargerð síðasta fundar

María Helga les fundargerð síðasta fundar og ber undir stjórn. Hún er samþykkt.

2. 12.05-­12.10 Vikan sem var-vikan framundan

Hugrakkasti riddarinn hlaut jákvæð viðbrögð. Menntamálaráðuneytið kveðst til í að sýna myndina á “degi gegn einelti” og er ennfremur mögulega til í að styrkja talsetningu á hinni myndinni sem er svipuð en um stelpu.
Staðan á ungliðamálunum er sú að Auður er þessa dagana að reyna að lenda samningnum við Reykjavíkurborg. Mál standa þannig að okkur hefur verið tjáð að við getum ekki fengið svar frá mannréttindaráði fyrr en í lok maí varðandi greiðslu á starfsmanni. Fulltrúar borgarinnar leggja til að við gerum samning við Kamp og leggjum út fyrir fyrsta mánuðinum sjálf. Auður vill gjarnan byrja í þessu enda er starfseminni ekkert til fyrirstöðu, nú þegar er starfsmaður tilbúinn til að hefja störf. Einstaklingurinn sem um ræðir hefur mikinn metnað og áhuga á starfinu. Næsta skref verður að fá hana á okkar fund.

3. 12.10­-12.20 ÍSÍ öpdeit

Niðurstaða fundar við fulltrúa ÍSÍ og KSÍ sem Auður, Ásthildur og María sátu fyrr í vikunni var sú að þau munu fá okkur til að halda hádegisfund og fá kynningu frá okkur. ÍSÍ hefur áhuga á því að þætta hinseginfræðslu í þjálfaranám sitt. Haldinn verður fundur með jafningjafræðslunni í maí og vilji er hjá stjórn að mæta og fá að vera með.

4. 12.20­-12.25. Sumarfrí Auðar

Frá og með 24. júní til 1. ágúst verður Auður í sumarfríi. Þá verður lokað á skrifstofunni. Samþykkt að Kitty fylgist með pósti skrifstofunnar á meðan. Á þessum tíma eru það helst beiðnir um ráðgjöf og undirbúningur fyrir Hinsegin daga.

5. 12.25-­.30 Styrkbeiðni frá Andreu

Andrea Dagbjört Pálsdóttir, jafningjafræðari, er að fara á ráðstefnu um hinsegin málefni og hún hefur af því tilefni óskað eftir 25 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar. Ráðstefnan ber heitið LGBT Training og fjallar um æskulýðsstarf. Við værum í raun að senda starfsmann á námskeið. Sérstök áhersla verður lögð á transfólk og intersex. Stjórnin samþykkir að veita þennan styrk sem lið í því að byggja upp faglegan grundvöll starfsins, með því skilyrði að Andrea skili inn fjárhagsáætlun fyrir ferðina og mmiðli reynslu sinni til hinna fræðaranna og í gegnum frétt af dvölinni.

6. Hinsegin dagar 12.30­-12.40

Trúnaðarráð er búið að skipuleggja vinnuhóp varðandi pride og mun sjá um skipulagningu fyrir hönd Samtakanna.

Fundi slitið 12:43

Leave a Reply