Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur 2020

By 15. júní, 2020september 21st, 2020No Comments

Mætt: Unnsteinn, Bjarndís, Edda, Daníel (framkv. stj.), Sigtýr (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs)
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 16.44

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt.

2. Gestur, Hrefna Þórarinsdóttir

Hrefna, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar heimsækir stjórn og segir frá því sem er um að vera í félagsmiðstöðinni en nýlega fékk félagsmiðstöðin 4 miljón króna styrk frá Reykjavíkurborg (úr sjóðnum “látið draumana rætast”, gildir til eins árs með möguleika á áframhaldandi styrk). Spennandi tímir framundan, stefnan er sett á einhvers konar 10-12 ára starf næsta vetur. Nú mæta um 80-100 ungmenni á hverju opnu húsi.

Hrefna hvetur stjórn til að koma í heimsókn í félagsmiðstöðina í haust, stjórn tekur vel í það.

3. Öruggara rými, stefna

Stefna um öruggara rými er tilbúin og verður kynnt og lögð til samþykktar á félagsfundi 27. júní.

4. Fjáröflun

Fjáröflunarnefnd hefur nýlega fundað. Nefnd er sammála að skrifa undir samning við Takk sem allra fyrst. Stjórn samsinnir því.
Hinsegin dagar og Samtökin 78 stefna á opnun sameigninlegrar vefverslunar í byrjun júlí.
Fleiri fjáröflunarverkefni eru í farvegi.

5. Könnun um blóðgjafir

Framkvæmdastjóri er að vinna að könnun um blóðgjafir þar sem tekinn verður púlsinn á því sem hinsegin samfélagið vill sjá í þeim málum. Vegna sumarfrís framkvæmdastóra hefur stjórn ákveðið að geyma könnun til haustsins.

6. Félagsfundur

Verður haldinn 27. júní. Skipulag gengur vel, stjórn ræðir. Eftir fund verður kynslóðaspjall eins og hefur verið síðustu félagsfundi og aðalfund. Þaðan verður haldið í útgáfupartý vegna rits Samtakanna 78 og gleðskap.

Stjórn ræðir hver kynnir stefnu um öruggara rými. Ákvörðun tekin síðar.

7. Sumarbústaður (síðasta helgin í ágúst)

Stjórn ræðir tíma sem kemur til greina og leigu á bústöðum.

8. Önnur mál

Framkvæmdastjóri kynnir verkefni sem kom inn á hans borð. TUF-verkefnið svokallaða. Stjórn ræðir hugsanlega þátttöku, en er sammála um að ekki sé frekara rými fyrir samstarf að svo stöddu.
Sumarfrí starfsmanna. Daníel fer í frí frá og með morgundeginum og í næstu 12 daga. Tótla fer í frí í júlí og Heiðrún í ágúst.
Stjórn ræðir World Pride 2021 í Kaupmannahöfn og stefnir á að fara þangað.

Fundi slitið: 18:03