Skip to main content
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur 2021

By 16. ágúst, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Andrean, Agnes, Óli Alex, Daníel (framkvæmdastjóri) og Sigga Ösp (varaáheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:48

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar hefur verið samþykkt.

2. Fundir vetrarins

Fundartími fyrir veturinn ræddur. Föstudagur 16-18 varð fyrir valinu, sá fyrsti 3. september og fjórða hvern föstudag eftir það fram að jólum.

3. Upprifjun og stöðumat á markmiðum stjórnar

Farið yfir markmið sem stjórn setti sér í upphafi starfsárs. Markmiðin ganga nokkuð vel. Helst vantar að öldungaráð óski formlega eftir meðlimum. Samfélagsmiðlastefnan er að taka á sig mynd.

4. Stefnuskrá fyrir Alþingiskosningar

Framkvæmdastjóri kynnir hinsegin tékklista fyrir kosningar. Tékklistinn verður sendur á flokkana. Framhaldið rætt.

5. Að eldast hinsegin

Mikilvægt að reyna að koma á fræðslu til hjúkrunarheimila. Víða pottur brotinn en nú hafa tveir hjúkrunarfræðingar haft samband við Samtökin og leitað eftir stuðningi til breytinga. Stjórn fagnar þessu framtaki.

6. Fjáröflunarverkefni

Staðan tekin á fjáröflunarverkefnum.

7. Starfsmannamál

Stjórn ræðir þörfina fyrir auka stöðugildi í fræðslu og hvernig fjármagna megi það. Ýmsar hugmyndir ræddar og framkvæmdastjóri fenginn í að kanna útfærslu betur.

8. Önnur mál

Stjórn ræðir sjálfboðaliðateymi í kringum málefni hælisle. Það eru mjög þung mál sem koma inn á borð Samtakanna og því mikilvægt að sjálfboðaliðar séu með sérstaka færni á því sviði.

Fundi slitið: 18:26